Lög unga fólksins (hljómplata)

Lög unga fólksins er breiðskífa (barnaplata) með hljómsveitinni Hrekkjusvín sem var samstarfsverkefni Spilverks þjóðanna og Þokkabótar. Platan kom út haustið 1977. Allir textar plötunnar eru eftir Pétur Gunnarsson en lögin eru eftir Valgeir Guðjónsson og Leif Hauksson. Pétur og Spilverkið höfðu skömmu áður unnið saman að uppsetningu leikritsins Grænjaxla og gerð plötunnar Sturlu sem kom út sama ár.

Lög unga fólksins
Barnaplata
FlytjandiHrekkjusvín
Gefin út1977
Stefnarokk/popp
Lengd31:48
ÚtgefandiGagn og gaman
StjórnJónas R. Jónsson

Platan var endurútgefin á geisladiski af Senu árið 1998. Árið 2009 var hún valin í 17. sæti yfir 100 bestu plötur Íslandssögunnar af notendum vefjarins Tónlist.is.

 1. Afasögur — 2:38
 2. Hvað ætlar þú að verða? — 1:56
 3. Gettu hvað ég heiti — 2:02
 4. Grýla — 2:54
 5. Ekki bíl — 2:21
 6. Lygaramerki á tánum — 2:03
 7. Sumardagurinn fyrsti — 2:24
 8. Sæmi rokk — 2:16
 9. Hrekkjusvín — 2:43
 10. Gestir út um allt — 3:21
 11. Krómkallar — 2:22
 12. Ævintýri — 2:05
 13. Gagn og gaman — 2:43
 14. Ég reyni — 3:28
 15. Ég skil — 3:16
 16. Uppáhaldslag rauðhærðu bingódrottningarinnar frá San Reno — 1:39