Þokkabót
Þokkabót var íslensk þjóðlagahljómsveit sem flutti tónlist í anda vinstrisinnaðrar þjóðfélagsádeilu og þjóðernishyggju á síðari hluta áttunda áratugar 20. aldar. Fyrsta plata sveitarinnar, Upphafið, kom út árið 1974 og gekk mjög vel,[heimild vantar] innihélt meðal annars þýðingu á laginu „Litlir kassar“ eftir Peter Seeger, sem varð afar vinsæl,[heimild vantar] auk annarra slagara sem síðan hafa orðið sígildir, eins og „Nýríki Nonni“. Þær plötur sem síðar komu seldust þó ekki eins vel og hljómsveitin hætti í raun 1976, þrátt fyrir stutta endurreisnartilraun 1978.
Árið 1981 kom út önnur útgáfa af af fyrstu plötunni, Upphafið, sem nefndist Þjófstart. Þessi plata inniheldur sömu lög og Upphafið en að auki lagið „Sveinbjörn Egilsson“.