Hvalategundin hrefna (Balaenoptera acutorostrata) hefur einnig verið nefnd léttir á íslensku

Léttir (fræðiheiti Delphinus delphis) einnig nefndur höfrungur eða eiginlegur höfrungur[2] er fremur lítill tannhvalur af höfrungaætt og minnsta höfrungategundin við Ísland.

Léttir einnig höfrungur
Léttir á stökki
Léttir á stökki
Stærð léttis miðað við meðalmann
Stærð léttis miðað við meðalmann
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Hvalir (Cetacea)
Ætt: Höfrungaætt (Delphinidae)
Ættkvísl: Delphinus
Linnaeus, 1758
Tegund:
D. delphis

Tvínefni
Delphinus delphis
Útbreiðslusvæði léttis (blár litur)
Útbreiðslusvæði léttis (blár litur)

Lýsing

breyta

Léttir er grannvaxinn og straumlínulaga, bolurinn sívalur fremst en þynnist aftur. Trýnið er svart, langt og mjótt og afmarkað frá háu enninu. Þeir eru svartir eða dökkgráir að ofan með hvítan kvið. Litamynstur er allbreytilegt milli svæða, bakið er þó svart og ljósar hliðarnar ýmist gulleitar, brúnar eða hvítar. Frá dökkri augnumgjörð er svart strik fram á trýni. Hornið er fremur stórt, á miðju baki og aftursveigt. Bægslin eru meðalstór, breiðust við búkinn og mjókka þaðan fram í endana.

Útbreiðsla og hegðun

breyta

Létti er helst að finna á hitabeltis- og heittempruðum hafsvæðum frá 40.-60.°N að 50.°S og er hann algengastur á landgrunnssvæðum en finnst einnig á úthafi.

Fæðan er breytileg eftir svæðum og árstíma en er aðallega ýmsar tegundir uppsjávarfiska og smokkfiska. Léttir kafar allt niður á 200 metra dýpi í leit að fæðu. Þeir eru afar hraðsyndir og hafa þeir mælst á hraða yfir 64 kílómetra á klukkustund.

Léttir sést oftast í stórum hópum, hundruð eða þúsundir einstaklinga. Þó virðist vaðan vera samsett úr fjölmörgum einingum sem hver um sig inniheldur fáeina tugi einstaklinga. Léttir er oft í slagtogi við aðrar höfrungategundir og fylgir einnig stundum stórhvölum, til dæmis langreyði og steypireyði. Þeir fylgja einnig oft skipum og bátum.[3]

Veiðar og fjöldi

breyta

Stofnstærð léttis í heiminum er óþekkt en rannsóknir á afmörkuðum svæðum benda til að tegundin geti verið algengasta hvalategundin í heiminum. Reglulegir hvalatalningarleiðangrar Hafrannsóknastofnunar við Ísland sýna að þéttleikinn er mestur sunnan við 57°N en tegundin hefur nokkrum sinnum sést vestan við landið.

Veiðar á létti hafa verið stundaðar í Svartahafi, Miðjarðarhafi og við Perú. Léttir er meðal þeirra hvalategunda sem drepast í hvað mestum mæli í veiðarfærum, sérstaklega í hringnót og reknetum á úthafi.

Tilvísanir

breyta
  1. Hammond o.fl. 2008
  2. Jón Már Halldórsson. „Lifa höfrungar við Ísland?“. Vísindavefurinn 19.2.2008. http://visindavefur.is/?id=7077. (Skoðað 13.4.2009).
  3. Perrin (2002): 245–248.

Heimildir

breyta
  • Ásbjörn Björgvinsson og Helmut Lugmayr, Hvalaskoðun við Ísland (Reykjavík: JPV Útgáfan, 2002).
  • Hammond, P.S., G. Bearzi, A. Bjørge, K. Forney, L. Karczmarski, T. Kasuya, W.F. Perrin, M.D. Scott, J.Y. Wang, R.S. Wells og B. Wilson, „Delphinus delphis“, 2008 IUCN Red List of Threatened Species (IUCN 2008).
  • Jón Már Halldórsson. „Lifa höfrungar við Ísland?“. Vísindavefurinn 19.2.2008. http://visindavefur.is/?id=7077. (Skoðað 13.4.2009).
  • Leatherwood og Reeves, The bottlenose dolphin (Academic Press, 1990). ISBN 0-12-440280-1
  • Páll Hersteinsson (ritsj.), Íslensk spendýr (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2005). ISBN 9979-2-1721-9
  • Perrin, J., „Common Dolphins“ hjá W. Perrin, B. Wursig og J. Thewissen (ritstj.), Encyclopedia of Marine Mammals (Academic Press, 2002): 245–248. ISBN 0-12-551340-2.
  • Reeves, R., B. Stewart, P. Clapham og J. Powell, National Audubon Society Guide to Marine Mammals of the World (New York: A.A. Knopf, 2002). ISBN 0-375-41141-0.
  • Sigurður Ægisson, Jón Ásgeir í Aðaldal, Jón Baldur Hlíðberg, Íslenskir hvalir fyrr og nú (Forlagið, 1997).
  • Stefán Aðalsteinsson, Villtu spendýrin okkar (Reykjavík: Bjallan, 1987).
  • Wells, R. og M. Scott, „Bottlenose Dolphins“ hjá W. Perrin, B. Wursig og J. Thewissen (ritstj.), Encyclopedia of Marine Mammals (Academic Press, 2002): 122–127. ISBN 0-12-551340-2.

Tenglar

breyta

* „Lifa höfrungar við Ísland?“. Vísindavefurinn.