Heittemprað belti
heiti tveggja loftslagsbelta Jarðarinnar
(Endurbeint frá Heittempraða belti)
Heittemprað belti er heiti á tveimur loftslagsbeltum á jörðinni sem afmarkast af jafnhitalínum þar sem efri mörk eru +15°C og neðri +5°C í kaldasta mánuði ársins. Heittempruðu beltin taka við af hitabeltinu og ná að tempruðu beltunum.
Heittempruðu beltin ná nokkurn veginn frá nyrðri og syðri hvarfbaug að 38. breiddargráðu í norður og suður.