Lághitaeldstöð

(Endurbeint frá Lághitakvika)

Lághitaeldstöð er hugtak úr eldfjallafræði og reikistjörnufræði um eldstöð sem gýs ekki kviku heldur rokgjörnum efnum eins og vatni, ammóníaki eða metani sem kallast lághitakvika. Slík eldstöð gýs yfirleitt efni í vökvaformi en það getur líka verið í gufuformi, þegar það kemur upp á yfirborðið frýs það svo í lághita umhverfisins.

Mynd af Tríton, stærsta tungli Nepúnusar tekin af Voyager 2 geimfarinu sumarið 1989, svörtu blettirnir eru merki up lághitaeldstöðvar

Í raun er afar villandi að kalla þetta fyrirbrigði eldstöð vegna þess að hvorki eldur né hiti koma hér við sögu.

Lághitaeldstöðvar finnast ekki á jörðinni en má finna á sumum köldum ístunglum í ytri hluta sólkerfisins. Slík eldstöð var fyrst uppgvötuð sumarið 1989 af Voyager 2 geimfari Geimferðastofnunar Bandaríkjanna á stærsta tungli Neptúnusar, Tríton, en síðan þá hafa fundist óbeinar sannanir um lághitaeldstöðvar á tveimur tunglum Júpíters, Evrópu og Ganymedes og einu tungli Satúrnusar, Encleades. Cassini-Huygens-farið hefur þar að auki fundið lághitaeldstöð sem gýs metani á stærsta tungli Satúrnusar, Títan.

Heimild

breyta