Ganymedes
Ganymedes var grísk goðsagnavera. Hann var konungssonur frá Tróju fegurstur meðan manna og sendi Júpíter örn sinn til að nema hann á brott úr mannheimi og færa hann guðunum á Ólympus en þar skyldi hann vera bikarberi (byrlara) Seifs og skenkja þeim ódáinsvín.
Stytta Bertel Thorvaldsen af Ganymedes
breytaJohan Hansen generalkonsúll í Kaupmannahöfn gaf Íslandi árið 1927 líkneski af Ganymedes gert af Bertel Thorvaldsen. Það er núna varðveitt í Listasafni Íslands. Thorvaldsen gerði mörg líkneski af Ganymedes. Árið 1802-1804 pantaði rússnesk greifafrú Irina Vorontsov að nafni fimm höggmyndir hjá Thorvaldsen með efni úr grísku goðafræðinni og þar á meðal sögunni um Ganymedes. Í fyrri gerð myndar Thorvaldsen af Ganymedes stóð örninn við vinstri fót hans en í seinni gerðum úr marmara eins og þeim sem eru í Thorvaldsensafni í Kaupmannahöfn er enginn örn. Það eintak sem er í Listasafni Íslands stóð ófullgert í vinnustofu Thorvaldsens þegar hann lést og var höggvið í marmara eftir lát hans. Árið 1922 var verkið selt Johan Hansen aðalræðismanni sem gaf það íslenska ríkinu árið 1927.