Kristin vísindi (e. Christian Science) var trúarhreyfingin sem fór af stað seinni hluta 19. aldar. Forsprakki hennar Mary Baker Eddy var sannfærð um að máttur bænarinnar gæti læknað allt sem að hrjáð hefur mannkynið.

Mary Baker Eddy

breyta

Mary Baker Eddy var fædd árið 1821 í Bow, New Hampshire í Bandaríkjunum. Hún þjáðist af ýmis konar heilsukvillum alla sína ævi og var því fastagestur hjá læknum og læknastofnunum. Hún setti af stað hreyfinguna Christian Science með kristna trú sem grunn en með það í forgrunni að máttur bænarinnar væri hafinn yfir öll vísindi. Hún vildi að trú þessi yrði bæði andleg leiðsögn fyrir fólk sem og líkamleg lausn til líkamlegra og andlegra vandamála.

Hún gaf út bókina Science and Health árið 1875 en sú bók ásamt Biblíunni eru grunn bókmenntir þeirra sem iðka Christian Science trúna. Eddy féll illa sem barn á ís og hélt því fram að hún hefði algerlega náð að jafna sig án læknisaðstoðar. Hún hefði trúað því að andleg líðan skipti öllu máli hvað varðaði líðan hennar líkamlega og hún sagði að um leið og hún áttaði sig á því þá hefði hún náð fullum bata.[1]

Iðkendur

breyta

Þeir sem iðka Christian Science kjósa að trúa ekki á vísindi. Þeir fara þó í mikla mótsögn við sjálfa sig því þó þeir segjast ekki trúa á vísindi og læknavísindi sér í lagi þá er algengast að iðkendur fari þó til tannlækna og gangi með gleraugu þurfi þau þess. Í lok 20. aldar voru skráðir 2.500 iðkendur í 70 löndum. Þeirri tölu hefur farið hnignandi því hreyfingin hefur átt erfitt með að fá nýja iðkendur og þau börn sem alast upp við trúna yfirgefa hana mörg hver þegar þau komast á aldur.[2]

Kirkjan

breyta

Fyrsta kirkja krists eða móðurkirkjan (e. the Mother Church) var sett á fót árið 1894. Hún er staðsett í Boston, Massachusetts í Bandaríkjunum. Kirkjan var reist í rómverskum endurreisnarstíl og þykir hin glæsilegasta.

Umdeild trú

breyta

Christian Science er mjög umdeild trú. Þeir sem trúa á læknavísindi telja þá sem iðka Christian Science trú leggja sjálfa sig í hættu með því að neita sér um læknishjálp og þau leggja ekki bara sjálf sig í hættu heldur einnig (og kannski sérstaklega) börnin sín. Iðkendur Christian Science trúnnar segja að það séu engin haldbær sönnunargögn sem sína fram á nokkurn hátt að börn þessarar trúar þjáist eitthvað meira heldur en önnur börn. Þeir sem trúa á læknavísindi færa þá jafnvel rök fyrir því að ástæðan fyrir að engin haldbær sönnunargögn séu til sé sú að skráning barna hvað varðar veikindi eða dauðsföll eru yfirleitt ekki tengd trú. Þeir segja að ef þær upplýsingar væru fyrir hendi væru sönnunargögn vafalaust fyrir hendi.

Það er samt sem áður staðreynd að iðkendur þessarar trúar hefur verið látast úr veikindum sem að vísindin hafa fundið lækningu á í mörgum tilfellum. Fólk er að deyja úr sykursýki, sprungnum botnlanga, mislingum, barnaveiki, blóðeitrun, krabbameini eða öðrum sjúkdómum sem hægt er að lækna eða að minnsta kosti sinna að einhverju leyti með nútíma læknavísindum.[3]


Heimildir

breyta

Tenglar

breyta