Kristín Þóra Haraldsdóttir
Kristín Þóra Haraldsdóttir (fædd 25. febrúar 1982) er íslensk leikkona. Hún útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007.
Kristín Þóra Haraldsdóttir | |
---|---|
Fædd | 25. febrúar 1982 |
Þjóðerni | Reykjavík, Íslandi |
Störf | Leikkona |
Ferill
breytaEftir útskrift var Kristín Þóra fastráðin hjá Leikfélagi Akureyrar. Kristín lék í Óvitum, Ökutímum og Fló á skinni hjá Leikfélagi Akureyrar. Vorið 2008 var Kristín Þóra fastráðin hjá Borgarleikhúsinu. Þar hefur hún m.a. leikið í Vestrinu eina, Rústað, Fólkinu í kjallaranum, Ofviðrinu, Strýhærða Pétri, Elsku barni, Fanny og Alexander, Tengdó, Hamlet litla, Óskasteinum, Sókratesi, Flóð, Auglýsingu ársins, Ræmunni og Guð blessi Ísland.
Af nýlegum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum má nefna kvikmyndirnar Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur og Lof mér að falla eftir Baldvin Z.[1]
Kristín Þóra var valin í hóp „Shooting stars“ 2019 af samtökunum European Film Promotion.[2] Þau velja á hverju ári tíu efnilega leikara og leikkonur úr hópi aðildarlanda samtakanna sem vakið hafa sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi.
Tilnefningar og verðlaun
breytaKristín Þóra hlaut Grímuverðlaunin 2016 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Auglýsingu ársins.
Hún fékk tilnefningu til Grímunnar sem leikkona ársins í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Gauragangi og Loddaranum og tilnefningu sem besta leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Óskasteinum, Peggy Pickit sér andlit guðs og Samþykki. Kristín Þóra hlaut Stefaníustjakann frá minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2014.[1]
Árið 2019 hlaut hún Edduna sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni Lof mér að falla og var tilnefnd sem besta leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Andið eðlilega.[3]