Kornsnákur
Kornsnákur (fræðiheiti: Pantherophis guttatus) er bandarísk tegund snáka af fjölskyldu rottusnáka. Einstaklingar geta orðið allt frá 76 cm upp í 1,5 m, þó flestir verði ekki stærri en 1,2 m. Kornsnákar eru mjög harðgerðir og verða einstaklingar iðulega um 6 til 8 ára en í haldi geta orðið allt að 23 ára.
Kornsnákur | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||
Pantherophis guttatus (Linnaeus, 1766) | ||||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||||
Coluber guttatus Elaphe guttata |
Kornsnákurinn er kyrkislanga og vefur sig því utan um bráð sína og kyrkir hana. Fæða þeirra er helst lítil nagdýr og veiða þeir aðallega á kornökrum (og draga nafn sitt af því), í suður hluta bandaríkjanna eru þeir víða heimilisdýr hjá kornbændum en þeir nota þá til að halda nagdýrum frá korninu. Þeir eru helst virkir á næturnar og veiða þá.[1]
Þeir eru skapgóðir, rólegir og tregir við að bíta sér til varnar, þess vegna eru þeir mjög vinsæl gæludýr víðsvegar um heimi, og hægt er að fá þá í alls konar litum. Óheimilt er þó að halda þá sem gæludýr á Íslandi sem og aðrar slöngur og skriðdýr sökum möguleika á smithættu og eru þeir aflífaðir ef þeir finnast.[2]
Búsvæði
breytaVilltir kornsnákar halda sig helst í grónu landi, skógar rjóðrum, í trjám og í yfirgefnum eða lítið notuðum byggingum. Þeir finnast frá sjávarmáli upp í u.m.þ.b. 1800m hæð. Þessir snákar halda sig að miklu leyti á jörðinni en eru þó færir í að klifra og geta klifrað upp í tré og upp kletta. [3] Náttúruleg heimkynni snákanna eru í suðaustanverðum bandaríkjunum, þeir finnast frá New Jersey í norðri, suður til Flórída og vestur til Texas. Á kaldari svæðum leggjast snákar í dvala yfir veturinn, en þó tekst þeim að halda sér gangandi á tempraðari svæðunum við ströndina og leita þar skjóls í sprungum á milli steina og í trjábolum. Sunnarlega á útbreiðslusvæði snákanna helst hitinn nægur yfir veturinn til að þeir þurfi ekki að leggjast í dvala.
Mökun
breytaKornsnákar makast stuttu eftir að þeir koma úr dvala eða eftir að byrjar að hitna á ný ef þeir lögðust ekki í dvala. Tegundin verpir eggjum og geta þau verið allt frá 12 upp í 30. Eggin eru um 60-80 daga að klekjast, kvendýrið verpir eggjunum á hlýjan, rakan og falinn stað, að þessu loknu yfirgefur móðirin eggin. Eggin sjálf eru aflöng með leðurkenndri mjúkri skurn. Um 10 vikum eftir varp nota ungarnir sérstaka hreisturplötu sem kallast eggtönn en hún er fremst á nefinu á þeim til að gera gat á eggið og skríða þaðan út um 15cm langir, tönnina missa þeir eftir fyrstu hamskipti. Snákarnir verða kynþroska um 18 mánaða til 3 ára.
- ↑ Corn Snake Fact sheet
- ↑ „Kornsnákur fannst í austurborginni“. visir.is. Sótt 24. júlí, 2012.
- ↑ Peterson Field Guide - Western Reptiles and Amphibians - 3rd Edition