Hreisturdýr (fræðiheiti: Squamata) eru stærsti núlifandi ættbálkur skriðdýra og telur bæði slöngur, eðlur og ormskriðdýr. Hreisturdýr hafa sveigjanleg kjálkabein þar sem kjálkinn tengist við höfuðkúpuna sem í spendýrum er orðinn að steðjanum í eyranu. Gríðarlega sveigjanlegt gin gerir þeim kleift að gleypa stóra bráð og mjaka henni niður meltingarveginn.

Hreisturdýr
Svört mamba er eitraðasta slanga Afríku.
Svört mamba er eitraðasta slanga Afríku.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Skriðdýr (Sauropsida)
Ættbálkur: Hreisturdýr (Squamata)
Oppel, 1811
Heimkynni hreisturdýra
Heimkynni hreisturdýra
Undirættbálkar


Tvær megin þróunarlínur:

  • Iguania - 3 ættir: Iguanaeðlur, agamaeðlur og kamelljón
  • Sceroglossia - 19 eðluættir þ.m.t. gekkóar, skinkur, og fótalausar eðlur og 17 snákaættir