Auður (tónlistarmaður)
Auður (f. 9. febrúar 1993) er sviðsnafn íslenska tónlistarmannsins Auðuns Lútherssonar. Auður spilaði á dönsku tónlistarhátíðinni Hróarskeldu árið 2019[1]. Á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2020 hlaut Auður þrenn verðlaun; popplag ársins (Enginn eins og þú), söngvari ársins og flytjandi ársins[2].
Auður | |
---|---|
Upplýsingar | |
Uppruni | Reykjavík, Íslandi |
Ár virkur | 2016–í dag |
Stefnur | Popp |
Vefsíða | https://www.auduraudur.com/ |
Æviágrip
Árið 2011 var Auðunn í sigurliði Menntaskólans í Reykjavík í rökræðukeppninni Morfís þ.s. umræðuefnið var frjálshyggja[3]. Árið 2014 var leikverkið Heili hjarta typpi eftir Auðunn og frænda hans Ásgrím Gunnarsson[4] frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði[5]. Auður samdi við höfundarrétarfyrirtækið IMAGEM MUSIC árið 2016[6]. Árið 2016 var Auður fyrsti Íslendingurinn til þess að vera valinn í hina margverðlaunuðu akademíu Red Bull Music Academy[7]. Árið 2018 skrifaði Auður undir plötusamning við Sony Music í Danmörku[8]. Auður samdi tónlistina fyrir leikverkið Kópavogskrónika uppúr samnefndri bók Kamillu Einarsdóttur og var frumsýnt árið 2020 í Þjóðleikhúsinu[9].
Einkalíf
Auður er yngri bróðir sundkonunnar Hrafnhildar Lúthersdóttur[10].
Útgefið efni
Breiðskífur
- Alone (2017)
- Afsakanir (2018)
- Útvarp Úlala (2023)
Smáskífur
- I'd Love (2017)
- Enginn eins og þú (2019)
- Just a while (2019) ásamt Sturlu Atlas
- Hún veit hvað ég vil (2020) ásamt Mezzoforte
- Ljós (2020)
- Týnd og einmana (2020)
- Frosið sólarlag (2020) ásamt gugusar
- Fljúgðu burt dúfa (2020)
- Venus (2021)
Birtist á
- Skólarapp (2017)
- Hvað ef (2018) með GDRN
- This is Icelandic Indie Music Vol. 4 (2018)
- Frá mér til þín (2020) með Ouse
- Í miðjum kjarnorkuvetri (2020) með JóaPé og Króla
Verðlaun
- 2018 - Kraumsverðlaunin (Árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs) - Afsakanir
- 2020 - Íslensku tónlistarverðlaunin
- Popplag ársins (Enginn eins og þú)
- Söngvari ársins
- Flytjandi ársins
Tilvísanir
- ↑ https://www.roskilde-festival.dk/en/years/2019/news/future-stars-to-play-roskilde-festival-2019/
- ↑ https://www.mbl.is/folk/frettir/2020/03/11/audur_og_vok_hlutu_flest_verdlaun/
- ↑ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/04/12/mr_vann_morfis/
- ↑ https://www.visir.is/g/20101155447d
- ↑ https://www.ruv.is/frett/heili-hjarta-og-typpi-takast-a
- ↑ https://www.visir.is/g/2016326126d
- ↑ https://www.visir.is/g/2016160309305/demoid-af-plotunni-veitti-inngongu-i-red-bull-music-academy-
- ↑ https://www.visir.is/g/20191834791d
- ↑ https://leikhusid.is/actors/audur/
- ↑ https://www.visir.is/g/2017369710d