Mezzoforte

íslensk hljómsveit

Mezzoforte er bræðingshljómsveit sem var stofnuð árið 1977. Stofnendur Mezzoforte voru Eyþór Gunnarsson (píanó/hljómborð), Friðrik Karlsson (gítar), Jóhann Ásmundsson (bassa) og Gunnlaugur Briem (trommur).

2017

Einhverjar mannabreytingar hafa verið á þeim árum sem hljómsveitin hefur verið starfandi. Meðal annars var saxófónleikarinn Kristinn Svavarsson meðlimur sveitarinnar frá 1982 til 1985 en saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson gekk í sveitina um miðjan 10. áratuginn.

Smáskífan Garden Party náði árið 1983 miklum vinsældum í Evrópu og komst ofarlega á ýmsa vinsældarlista. Alþjóðlegar vinsældir hljómsveitarinnar voru miklar upp úr því.

Heimildir

breyta
  • „Mezzoforte (á ensku)“. Sótt 15. desember 2005.
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.