JóiPé og Króli

Íslensk rapphljómsveit

JóiPé og Króli eru íslenskt hipphopp-tvíeyki. Þeir náðu talsverðum vinsældum fyrir slagarann B.O.B.A. árið 2017.[1] Breiðskífa þeirra Afsakið hlé var mest selda plata ársins 2018 á Íslandi,[2] þeir fluttu svo lokalag áramótaskaupsins 2018. Tvíeykið er úr Garðabæ og Hafnarfirði.[3]

JóiPé × Króli
Ár2017 – í dag
ÚtgáfufyrirtækiSony Music Iceland
MeðlimirJóiPé
(Jóhannes Damian Patreksson, f. 2. okt. 2000)
Króli
(Kristinn Óli Sigrúnarson Haraldsson, f. 2. nóv. 1999)

JóPé og Króli hættu saman tímabundið árið 2022 þegar Króli ákvað að einbeita sér að leiklistinni en árið 2024 sneru þeir aftur saman og gáfu út stuttskífuna SCANDIPAIN vol. 1 ásamt danska tónlistarmanninum Ussel.[4][5]

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta
  • Ananas (2017)
  • Gerviglingur (2017)
  • 22:40-08:16 (2018)
  • Afsakið Hlé (2018)
  • Í miðjum kjarnorkuvetri (2020)

Stuttskífur

breyta
  • SCANDIPAIN vol. 1 (2024)

Smáskífur

breyta
  • O shit (2017)
  • Tveir Koddar (2019)
  • Geimvera (2020)

Tilvísanir

breyta
  1. „B.O.B.A. sprakk á Íslandi“. www.mbl.is. Sótt 10. júní 2019.
  2. „JóiPé og Króli með mest spilaða lag og mest seldu plötu ársins 2018 - Vísir“. visir.is. Sótt 10. júní 2019.
  3. „Gerviglingur“. RÚV. 30. október 2017. Sótt 10. júní 2019.
  4. Gunnarsson, Oddur Ævar (3. desember 2024). „Jói Pé og Króli snúa aftur - Vísir“. visir.is. Sótt 14. október 2024.
  5. Hanna, Elísabet (8. ágúst 2022). „„Bless í bili" - Vísir“. visir.is. Sótt 14. október 2024.