Keflavíkurgangan 1987

Keflavíkurgangan 1987 var haldin af Samtökum herstöðvaandstæðinga þann 6. júní árið 1987. Þetta var tíunda Keflavíkurgangan og beindist gegn bandarískri hersetu. Krafan um friðlýsingu norðurhafa var sömuleiðis áberandi í göngunni.

Aðdragandi og skipulag

breyta

Stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir eftir alþingiskosningarnar 1987 og var búist við að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn mynduðu saman meirihluta.[1] Óttuðust herstöðvaandstæðingar að hin nýja stjórn myndi heimila aukna hernaðaruppbyggingu í landinu, svo sem með gerð varaflugvallar í Skagafirði. Alþjóðlegar friðaráherslur voru því minna áberandi í göngunni en í fyrri aðgerðum samtakanna á níunda áratugnum, en áherslan á herstöðina á Miðnesheiði varð fyrirferðarmeiri.

Ræður voru með færra móti, en tónlistarflutningur býsna fyrirferðarmikill. Ólafur Ragnar Grímsson, Ingibjörg Haraldsdóttir formaður SHA, Ingibjörg Haraldsdóttir skáldkona, Tryggvi Harðarson og Jóna Þorsteinsdóttir frá Langanesi, en um þær mundir var talsvert fjallað um mengun vegna ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli. Áætlað var að á annað þúsund manns hafi verið á útifundinum á Lækjartorgi í göngulok.

Tilvísanir

breyta
  1. „Keflavíkurgöngur - sögusýning á Landsbókasafni“ (PDF).