Keflavíkurgangan 1961

Keflavíkurgangan 1961 var haldin af Samtökum hernámsandstæðinga þann 7. maí árið 1961. Þetta var önnur Keflavíkurgangan og beindist gegn bandarískri hersetu á Íslandi og til að minnast þess að tíu ár væru liðin frá gerð Varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna.

Aðdragandi og skipulag

breyta

Samtök hernámsandstæðinga voru stofnuð sumarið 1960 í kjölfar velheppnaðrar Keflavíkurgöngu og ákvað miðnefnd samtakanna að endurtaka leikinn sumarið eftir.[1] Krafan um ævarandi hlutleysi Íslands var í öndvegi og var óspart vísað til dæma úr Íslandssögunni málstaðnum til stuðnings.

Vigdís Finnbogadóttir bauð hópinn velkominn við vallarhliðið, Páll Bergþórsson flutti ávarp og þvínæst lögðu 400 göngumenn af stað áleiðis til Reykjavíkur. Voru það tvöfalt fleiri en í göngunni árið áður. Skipuleggjendur voru einnig reynslunni ríkari og fékk göngufólk ýmis hagnýt ráð, svo sem varðandi réttan skófatnað, hlífðarföt og nesti. Við göngulok var haldinn fjölmennur útifundur við Miðbæjarskólann með fjölda ræðumanna. Þar töluðu: Bergur Sigurbjörnsson fv. þingmaður Þjóðvarnarflokksins, Einar Bragi, Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, Stefán Ögmundsson og Örlygur Hálfdánarson. Fundarstjóri var Ragnar Arnalds.

Kröfur göngunnar voru: Engar erlendar herstöðvar á Íslandi, Friðlýst land, Ævarandi hlutleysi Íslands, Herinn burt, Engar kafbátastöðvar og Engar njósnastöðvar.

Tilvísanir

breyta
  1. „Keflavíkurgöngur - sögusýning á Landsbókasafni“ (PDF).