Miðbæjarskólinn
Miðbæjarskólinn er bygging í miðbæ Reykjavíkur við Fríkirkjuveg 1 við Tjörnina sem var upphaflega barnaskóli. Húsnæðið er nú notað á vegum Kvennaskólans.[1] Á hundrað ára afmæli hússins árið 1998 var það sagt „eitt merkasta hús borgarinnar.“[2] Miðbæjarskólinn er friðað hús.
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/46/Midbaejarskolinn_reykjavik_sumar.jpg/220px-Midbaejarskolinn_reykjavik_sumar.jpg)
Miðbæjarskólinn var fullbyggður 1898 en formlega vígður þann 10. október 1908. Á fyrsta starfsári Miðbæjarskólans voru þar 285 börn, 304 árið eftir en eftir að lög um fræðsluskyldu barna tóku gildi 1907 jókst fjöldi nemenda úr 472 og í 772.[3] Árið 1930 var nafni skólans breytt í Miðbæjarskólinn.
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/d/df/Bj%C3%B6rn_J%C3%B3nsson%2C_minister_of_Iceland%2C_gives_a_speech_on_June_2%2C_1908_regarding_the_autonomy_of_Iceland_vis-a-vis_Denmark.jpg/220px-Bj%C3%B6rn_J%C3%B3nsson%2C_minister_of_Iceland%2C_gives_a_speech_on_June_2%2C_1908_regarding_the_autonomy_of_Iceland_vis-a-vis_Denmark.jpg)
Upprunalega var byggingin L-laga en seinna var byggð suður-álma og síðan þá hefur húsið verið U-laga. Í portinu þar voru margar samkomur haldnar. Frá og með bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1908 var Miðbæjarskólinn aðalkjörstaðurinn til þing- og bæjarstjórnarkosninga og raunar eini kjörstaðurinn um árabil.
Reykjavíkurborg hefur fundið ýmis not fyrir Miðbæjarskólann og meðal annars hafa Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Námsflokkar Reykjavíkur verið með skrifstofuaðstöðu þar.
Tilvísanir
breyta- ↑ Kvennaskólinn í Miðbæjarskólann, mbl.is 16. september 2009
- ↑ Miðbæjarskólinn 100 ára, grein úr Morgunblaðinu 1998
- ↑ Ekki bara skóli..., Morgunblaðið 10. október 1998
Tenglar
breyta- Framkvæmdasýsla ríkisins - Kvennaskólinn í Reykjavík, endurbætur Miðbæjarskólans
- Ekki bara skóli..., Morgunblaðið 10. október 1998
- Miðbæjarskólinn 100 ára, grein úr Morgunblaðinu 1998
- Miðbæjarskólinn fær 120 milljónir til aðlögunar, vísir.is 20. júlí 2010