Gullkarfi (eða stóri karfi eða karfi) (fræðiheiti: Sebastes marinus) er mikilvægur nytjafiskur af ættkvísl karfa. Hann er fósturbær og fæðir þannig lifandi afkvæmi. Fiskurinn er rauður að lit, dekkri á bakinu en á kviðnum, fremur þunnvaxinn og hár.

Gullkarfi
Gullkarfi
Gullkarfi
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Brynvangar (Scorpaeniformes)
Ætt: Karfaætt (Scorpaenidae)
Ættkvísl: Karfi (Sebastes)
Tegund:
S. marinus

Tvínefni
Sebastes marinus
Linnaeus, 1758

Gullkarfi lifir í Norður-Atlantshafi og Barentshafi á landgrunninu við Norður-Ameríku, Ísland, Svalbarða og Norður-Evrópu og veiðist yfirleitt á dýpi frá 100 metrum að 500 metrum. Hann verður allt að 90 cm langur, en er algengastur um 35-40 sentímetrar.

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.