Kýraugastaðasamþykkt

Kýraugastaðasamþykkt eða Kýraugastaðadómur voru fyrirmæli til presta í Skálholtsbiskupsdæmi sem samþykkt voru á prestastefnu Odds Einarssonar á Kýraugastöðum í Landsveit í Rangárþingi vorið 1592. Tilgangur samþykktarinnar var að færa almennt siðferði nær lútherskum rétttrúnaði og útrýma ýmsum venjum úr kaþólskum sið.

Helstu atriði sem fram voru sett voru að afleggja skyldi gamlar bænir og signingar, að þeir sem ekki sæktu kirkju skyldu kærðir fyrir sýslumanni, að þeir sem ekki vildu læra spurningakver og annan kristilegan lærdóm skyldu settir út af sakramenti, að hestaat, smalabúsreiðir og kvöldvökur skyldu bannaðar á helgidögum og að ástundun hvers kyns galdurs varðaði sviptingu sakramentis, þó að um lækningagaldur væri að ræða.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.