John Mayer
John Clayton Mayer (borið fram sem [/ˈmeɪ.ər/]; fæddur 16. október 1977) er bandarískur tónlistarmaður, söngvari-textahöfundur, upptökulistamaður og tónlistarframleiðandi. Fæddur og uppalinn í Connecticut og lærði í Berklee College of Music í Boston áður en hann flutti til Atlanta í Georgíu árið 1997. Fyrstu tvær plöturnar hans, Room for Squuares og Heavier Things seldust vel og fékk hann platínuplötur fyrir þær. Árið 2003 vann hann Best Male Pop Vocal Performance Grammy-verðlaunin fyrir „Your Body Is a Wonderland“.
John Mayer | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | John Clayton Mayer 16. október 1977 Bridgeport, Connecticut, BNA |
Störf |
|
Ár virkur | 1998–núverandi |
Stefnur | |
Hljóðfæri |
|
Útgáfufyrirtæki |
|
Vefsíða | johnmayer |
Mayer hóf feril sinn með órafmögnuðu rokki en fór smám saman yfir í blús árið 2005 eftir samstarf með virtum blúslistmönnum á borð við BB King, Buddy Guy og Eric Clapton og til varð Tríó Johns Mayer. Blúsáhrifin má heyra á Continuum plötu hans sem var gefin út í september 2006. Á 49. Grammy-verðlaununum árið 2007 vann Mayer Best Pop Vocal Album fyrir Continuum og Best Male Pop Vocal Performance fyrir „Waiting On The World To Change“. Hann gaf út fjórðu plötuna sína, Battle Studies í nóvember 2009.
Á ferli sínum hefur Mayer fengist við uppistand, gamanleik, grafíska hönnun og skrif. Hann hefur skrifað verk fyrir tímarit og er þekktastur fyrir skrif sín í tímaritið Esquire. Hann tekur einnig þátt í góðgerðarstarfsemi "Back to You".
Útgefið efni
breytaBreiðskífur
breyta- Room for Squares (2001)
- Heavier Things (2003)
- Continuum (2006)
- Battle Studies (2009)
- Born and Raised (2012)
- Paradise Valley (2013)
- The Search for Everything (2017)
- Sob Rock (2021)