Grafísk hönnun
Grafísk hönnun er fag eða aðferð til að setja fram upplýsingar, þekkingu, áróður og þess háttar. Ýmsar aðferðir eru notaðir til að skapa og sameina tákn, myndir og/eða orð til þess að skapa sjónræna framsetningu hugmynda og tilkynninga. Grafískir hönnuðir geta notað prentlista-, myndlista- og síðuskipulagstækni til að framleiða verk.
Aðferðum grafískrar hönnunar er meðal annars beitt við hönnun á tímaritum, auglýsingum, umbúðum og vefsíðum.
Fagfélag grafískra hönnuða á Íslandi er Félag íslenskra teiknara.