John McDowell

(Endurbeint frá John Henry McDowell)

John Henry McDowell (fæddur 1942 í Suður-Afríku) er heimspekingur, fyrrum félagi á University College, Oxford og er nú prófessor í heimspeki við University of Pittsburgh.

John Henry McDowell
John McDowell
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1942
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Skóli/hefðRökgreiningarheimspeki
Helstu ritverkMind, Value, and Reality; Meaning, Knowledge, and Reality; Mind and World
Helstu kenningarMind, Value, and Reality; Meaning, Knowledge, and Reality; Mind and World
Helstu viðfangsefnihugspeki, málspeki, merkingarfræði, þekkingarfræði

McDowell er einkum þekktur fyrir skrif sín um hugspeki og málspeki. Á 8. áratug 20. aldar fékkst hann mikið við merkingarfræði fyrir náttúruleg tungumál en Donald Davidson lagt grunninn að þeirri orðræðu. McDowell hefur einnig verið undir miklum áhrifum m.a. frá Ludwig Wittgenstein, P.F. Strawson, David Wiggins, Gareth Evans og ekki síst Wilfrid Sellars.

Undanfarið hefur McDowell fengist meira við spurningar um innhyggju og úthyggju í hugspeki. Hann hefur haldið því fram að virðing fyrir vísindalegri náttúruhyggju þurfi ekki að koma í veg fyrir að við getum litið á orðaforða okkar yfir sálarlíf mannsins sem raunverulegan – þ.e. að hann lýsi í raun og veru einhvers í heiminum og vísi til þess.

McDowell hefur einnig skrifað um Wittgenstein, Kant, fornaldarheimspeki og siðfræði.

Helstu ritverk

breyta
  • Mind, Value, and Reality (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 2001). ISBN 0-674-00713-1
  • Meaning, Knowledge, and Reality. (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 2001). ISBN 0-674-00712-3
  • Mind and World (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1996). ISBN 0-674-57610-1

Tengill

breyta

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „John McDowell“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. nóvember 2005.

   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.