Jinan Yaoqiang-alþjóðaflugvöllurinn
Alþjóðaflugvöllur Jinan Yaoqiang (IATA: TNA, ICAO: ZSJN) (kínverska: 济南遥墙国际机场; rómönskun: Jǐnán Yáoqiáng Guójì Jīchǎng) er meginflughöfn Jinan höfuðborgar Shandong í héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína.
Flugvöllurinn er staðsettur um 33 kílómetra norðaustur af miðborg Jian og er rétt norðan við Yaoqiang bæinn sem flugvöllurinn er nefndur eftir. Hann er tengdur við miðborg Jinan með hraðbrautum. Völlurinn er við hraðbrautir á svokölluðum Jinan hringvegi sem liggur um höfuðborgina, og hraðbrautunum Beijing – Sjanghæ og Qingdao – Yinchuan.
Alþjóðaflugvöllurinn var opnaður árið 1992 og er nú stærsti flugvöllur fyrir borgaraflug í Shandong héraði. Hann þjónar aðallega vestur- og miðsvæðum héraðsins, þar á meðal Jinan, Zibo, Tai'an, Liaocheng, Dezhou, Binzhou, Jining og Heze.
Hann er meginsafnvöllur heimaflugfélagsins Shandong Airlines. Flugfélögin China Eastern Airlines og Hainan Airlines eru umfangsmikil á vellinum. Alls starfa 38 flugfélag á vellinum.
Flestir áfangastaðir eru innan Kína, en einnig eru flug frá Jinan til Helsinki, Osaka, Seúl, Parísar, Bangkok, Singapúr, Los Angeles, Moskvu og fleiri staða.
Árið 2018 var flugvöllurinn með um 16.6 milljónir farþega.
Tenglar
breyta- Vefsíða Jinan Yaoqiang alþjóðaflugvallarins.
- Vefsíða Travel China Guide um Jinan Yaoqiang flugvöllinn.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Jinan Yaoqiang International Airport“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. janúar 2021.