Jimmy McCulloch
James McCulloch (4. júní 1953 – 25. september 1979) var skoskur tónlistarmaður sem var best þekktur fyrir að vera gítarleikari í hljómsveit Paul McCartney, Wings á árunum 1974 til 1977. McCulloch var einnig meðlimur hljómsveitanna Small Faces, One in a Million (áður the Jaygars), Thunderclap Newman, og Stone the Crows.
Jimmy McCulloch | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | James McCulloch 4. júní 1953 Dumbarton, Skotland |
Dáinn | 25. september 1979 (26 ára) London, England |
Störf |
|
Ár virkur | 1967–1979 |
Stefnur | |
Hljóðfæri |
|
Áður meðlimur í |
|
McCulloch kom fram á mörgum plötum, þar með talið á plötu John Entwistle, Whistle Rymes (1972), og plötu Roger Daltrey, One of the Boys (1977).
Æska
breytaÞessi greinarhluti þarfnast hreingerningar svo hann hæfi betur hér á Wikipedia. Eftir að greinin hefur verið löguð má fjarlægja þessi skilaboð. |
McCulloch var fæddur í Dumbarton en alin upp í Clydebank og Cumbernauld, þar sem hann gekk í Kildrum Primary School í Skotlandi. Hann byrjaði að spila á Hljóðfæri á ungum aldri. Þegar hann var fimm ára spilaði hann á Píanó, Trommur og Saxafón, hann söng líka í skóla kórnum sínum. Þegar hann fékk gítar æfði hann sig mjög mikið bróðir hanns Jack McCulloch segir að hann hafði æft alveg frá því að hann vaknaði og þangað til að hann fór í skóla, og í hádeginu myndi hann fara heim til þess að æfa sig meira og myndi oft taka vin sinn James McKenzie með. Jimmy var alin upp með tónlist og faðir hanns Jimmy Sr. Spilaði í hljómsveit á trompet. Jimmy segir “Ég var bara alin upp með tónlist, og það hefur verið fætt í mig. Og ég hef fengið séns til þess að spila. Pabbi minn spilaði á trompet Jazz, trad dót en êg var uppalinn á Django Reinhardt, ég elska gaurinn. Hann er snillingur, eða hann var. það var Þegar ég var þriggja eða fjagra ára Ég fór oft á tónleika hjá pabba mínum, hann spilaði í Clydebank Town Hall.”