James Harden er bandarískur körfuknattleiksmaður sem spilar fyrir Los Angeles Clippers í NBA-deildinni.

James Harden
Upplýsingar
Fullt nafn James Edward Harden Jr.
Fæðingardagur 26. ágúst 1989
Fæðingarstaður    Los Angeles, Bandaríkin
Hæð 196 cm.
Þyngd 100 kg.
Leikstaða Skotbakvörður, Leikstjórnandi
Núverandi lið
Núverandi lið Los Angeles Clippers
Númer 13
Háskólaferill
2007-2009 Arizona State
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
2009-2012
2012-2021
2021-2023
2023-
Oklahoma City Thunder
Houston Rockets
Brooklyn Nets
Philadelphia 76ers
Los Angeles Clippers
Landsliðsferill
Ár Lið Leikir
2012-2016 Bandaríkin

1 Meistaraflokksferill.

Harden og Kevin Durant í úrslitakeppninni (playoffs) árið 2013 .

Harden var valinn í 3. vali árið 2009 af Oklahoma City Thunder frá Arizona State háskólanum. Árið 2012 komst hann með liðinu í NBA úrslit en tapaði fyrir Miami Heat. Harden var valinn valinn MVP árin 2018 og 2019; besti leikmaður deildarinnar og varð þriðji Houston leikmaðurinn til að verða það (á eftir Moses Malone og Hakeem Olajuwon).

Í byrjun árs 2019 skoraði hann meira en 30 stig í meira en 32 leikjum í röð, en aðeins Wilt Chamberlain hefur lengri óslitna leikjaröð. Einnig varð hann fyrsti leikmaðurinn til að skora meira en 30 stig gegn hinum 29 liðunum í deildinni. Í byrjun árs 2020 náði hann yfir 20.000 stigum og varð meðal topp 50 stigahæstu leikmönnum NBA frá upphafi. Hann er nú í 21. sæti og er í 3. sæti yfir flestar þriggja stiga körfur frá upphafi. Tíu sinnum hefur Harden verið valinn í All Star-liðið.

Í upphafi árs 2021 fór hann til Brooklyn Nets og hitti þar fyrir Kevin Durant sem spilaði með honum í Oklahoma. Ári síðar hélt hann til Philadelphia 76ers.

Harden hefur unnið gull með bandaríska landsliðinu: Árið 2012 á Ólympíuleikunum og 2014 á FIBA-heimsleikunum.

Heimild breyta