Jaakko Hintikka (f. 12. janúar 1929 - d. 12. ágúst 2015) var rökfræðingur og heimspekingur, fæddur í Vantaa í Finnlandi. Hann var prófessor við Boston University.

Hintikka vann Rolf Schock verðlaunin í rökfræði og heimspeki árið 2005 „vegna brautryðjendastarfs síns og framlags til rökgreiningar á háttahugtökum, einkum hugtökunum þekking og skoðun“. Hann er talinn vera upphafsmaður formlegrar þekkingarfræðilegrar rökfræði og brautryðjandi á sviði merkingarfræði í háttarökfræði, sem lagði til formlega merkingarfræði, efnislega hliðstæða merkingarfræði Sauls Kripke. Hintikka er einnig mikilvægur ritskýrandi verka Ludwigs Wittgenstein.

Hintikka var mikilvirkur höfundur og meðhöfundur yfir þrjátíu bóka og meira en 300 fræðilegra ritgerða um stærðfræðilega og heimspekilega rökfræði, þekkingarfræði, málspeki og vísindaheimspeki. Verk hans hafa verið þýdd á níu tungumál. Hann var aðalritstjóri tímaritsins Synthèse (ISSN 0039-7857) frá 1962 til 2002 auk þess að vera ráðgjafi í ritstjórn annarra tímarita.

Hann var fyrsti varaforseti Fédération Internationale des Sociétés de Philosophie, varaforseti Institut International de Philosophie (1993–1996), og meðlimur í American Philosophical Association, alþjóðlegra samtaka um sögu og heimspeki vísindanna, meðlimur í Association for Symbolic Logic og stjórnarmeðlimur í Philosophy of Science Association.

Valin rit eftir Hintikka

breyta

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta

Greinin er lausleg þýðing á færslu úr ensku Wikipedia sem byggir á upplýsingum frá heimasíðu Jaakko Hintikka.