J. P. Morgan
John Pierpont Morgan (17. apríl 1837 – 31. mars 1913[1]) var bandarískur fjárfestir sem var einn áhrifamesti bankamaður sinna tíma. Morgan kom frá fjölskyldu af bankamönnum, faðir hans Junius Spencer Morgan (1813–1890) var einnig áhrifaríkur í bankaheiminum, svo Morgan hafði bankavitund sína ekki langt að sækja. Helsta framlag hans var að hjálpa hagkerfi Bandaríkjanna að ná og halda stöðugleika á 19. og 20. öld.
J. P. Morgan | |
---|---|
Fæddur | 17. apríl 1837 |
Dáinn | 31. mars 1913 (75 ára) |
Þjóðerni | Bandarískur |
Menntun | Georg-August-háskólinn í Göttingen |
Störf | Fjárfestir, athafnamaður, bankamaður, endurskoðandi |
Maki | Amelia Sturges (g. 1861; d. 1862) Frances Louise Tracy (g. 1865) |
Börn | 5 |
Undirskrift | |
Morgan var stjórnandi banka á sínum tíma sem enn er kenndur við nafn hans, JPMorgan Chase & Co. (JPM), fjármálabankinn sem er með stærstu bönkum í Ameríku í dag.
Fyrir framlag sitt til bankastarfseminnar og mikilvæg inngrip hans til að hjálpa hagkerfi Bandaríkjanna var Morgan oft talinn vera hetja en á sama tíma var hann umdeildur og talinn hafa nýtt sér völd sín og þekkingu til eigin hagnaðar.[2]
Ævi
breytaJohn Pierpont Morgan fæddist þann 17 apríl árið 1837 í Hartford, Connecticut, þar sem hann var út æsku sína. Morgan var ættaður af einni virtustu fjölskyldu í Nýja Englandi. Faðir hans, Junius Spencer Morgan var bandarískur banka-og fjármála maður og var félagi í breskum banka og flutti því með fjölskylduna og son sinn, John Pierpont Morgan, til London. Þar lærði og ferðaðist Morgan um Evrópu í nokkurn tíma en flutti síðan aftur til New York og starfaði sem umboðsmaður fyrir breska banka föður síns.[3]
Morgan giftist Ameliu „Memie“ Sturges, dóttur árangursríkans kaupmanns og áttu þau 4 börn saman, þar að meðal soninn John Pierpont „Jack“ Morgan Jr. sem tók yfir fyrirtæki föður síns sinn seinna meir.[4]
Morgan lést í Róm þann 31. mars árið 1913 eftir snögg veikindi. Morgan er grafinn í Cedar Hill Cemetery, Hartford, Connecticut í heimabæ sínum[5]
Störf
breytaSeinni iðnbyltingin hófst á síðari hluta 19. aldar og einkenndist af verksmiðjum, járnbrautarlestum og símskeytum. Morgan var einn af drifkröftum seinni iðnbyltingarinnar í Bandaríkjunum þar sem hann fjárfesti í járnbrautarteinum, stálframleiðslu, tækniþróun fyrir landbúnað og rafmagnstæki. Morgan nýtti sér tengsl sín við fjármálamarkaði í London til að koma eftirsóttu fjármagni vestur yfir Atlantshafið.[6]
Fyrstu endurskipulagningar sem Morgan réðst í voru á markaði járnbrauta þar sem hann náði fram sáttum milli tveggja stærstu járnbrautafyrirtækja í Bandaríkjunum, New York Central Railroad og Pennsylvania Railroad. Endurskipulagningin heppnaðist vel og hélt hann áfram að endurskipuleggja önnur félög á markaðnum. Á endanum hélt Morgan á stórum eignarhlutum og stjórnaði um 8.000 km af amerískum járnbrautum 1902.[7]
Eftir skarpt vaxtaskeið bandaríska hagkerfisins tók við kreppa þar sem ofsahræðsla tók yfir evrópska fjárfesta sem fóru að hamstra gulli og myntum árið 1893. Morgan stóð þá fyrir hóp fjárfesta sem endurbirgjuðu Fjárhirslu Bandaríkjana með stóru láni af gulli sem kom hagkerfi Bandaríkjunum undan falli.[8]
Morgan hélt áfram sínum viðskiptum en snéri sér að raftækjamarkaði þar sem hann stóð fyrir samruna tveggja félaga til að mynda General Electric sem varð svo markaðsráðandi raftækjaframleiðandi á amerískum markaði. 1901 stóð Morgan fyrir öðrum samruna en nú í stálframleiðslu og samruninn leiddi til stofnunar félagsins United States Steel Corporation, sem varð fyrsta fyrirtæki í heimi til að vera metið á milljarð dollara. Ári seinna sameinaði hann leiðandi félög í þróun og framleiðslu landbúnaðarvéla sem mynduðu International Harvester Company.[9]
Stuttu síðar, 1907, greip ótti um fjárfesta í New York og stefndi í hrun á fjármálamarkaði Bandaríkjana. Morgan leiddi þá hóp fjármagnseiganda til að veita lán til að sporna við gjaldþroti stóra banka og fyrirtækja. Þessi aðgerð Morgans sýndi fram á takmörkuð völd Fjárhirslu Bandaríkjana. Ári seinna lagði bandaríska þingið fram að stofnaður yrði Seðlabanki Bandaríkjana sem varð að veruleika árið 1913.[10]
Í framhaldi af þessu hélt Morgan áfram að endurskipuleggja félög og völd hans innan stórra fyrirtækja í mismunandi geirum fóru vaxandi. Þetta leiddi til þess að bandarísk yfirvöld höfðu áhyggjur af því hvað Morgan væri orðinn valdamikill í hagkerfinu til dauða hans 1913.[11]
Tilvísanir
breyta- ↑ „J.P. Morgan | Biography & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 8. október 2021.
- ↑ Editors, History com. „J.P. Morgan“. HISTORY (enska). Sótt 8. október 2021.
- ↑ Editors, Biography com. „J.P. Morgan“. Biography (bandarísk enska). Sótt 8. október 2021.
- ↑ Editors, Biography com. „J.P. Morgan“. Biography (bandarísk enska). Sótt 8. október 2021.
- ↑ „J.P. Morgan | Biography & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 8. október 2021.
- ↑ „J.P. Morgan | Biography & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 8. október 2021.
- ↑ „J.P. Morgan | Biography & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 8. október 2021.
- ↑ Politics Reform and Expansion (enska). 1963.
- ↑ „J.P. Morgan | Biography & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 8. október 2021.
- ↑ „The Panics of 1893 and 1907 · John Pierpont Morgan: Robber Baron? · The Making of the Modern U.S.“. projects.leadr.msu.edu. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. janúar 2022. Sótt 8. október 2021.
- ↑ „J.P. Morgan | Biography & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 8. október 2021.