Jónas Svafár

(Endurbeint frá Jónas E. Svafár)

Jónas E. Svafár (Jónas Svavar Einarsson) [1] (f. 8. september 1925 í Reykjavík, d. 27. apríl 2004 á Stokkseyri), var skáld og myndlistarmaður. Hann er almennt talinn eitt af atómskáldunum. Hann var óreglumaður og lifði oft slarksömu lífi, bjó t.d. í tjaldi í Vatnsmýrinni í tvö sumur þar sem hann lifði á rúgbrauði og lýsi. Hann tók sér nafnið Svafár sjálfur eftir að hafa dottið í braggagrunn og vaknað skáld. Aðrir segja að hann hafi sofið í ár, og því hafi hann tekið upp nafnið, en það er alþýðuskýring. Hann myndskreytti gjarnan bækur sínar sjálfur.

Ljóðabækur

breyta
  • Það blæðir úr morgunsárinu 1952
  • Geislavirk tungl 1957
  • Klettabelti fjallkonunnar 1968
  • Stækkunargler undir smásjá 1978
  • Sjöstjarnan í meyjarmerkinu 1986

Heimildir

breyta

Kiljan, Ríkissjónvarpið, 3. október 2007

Tilvísanir

breyta
  1. Það blæðir úr morgunsárinu; grein í Gandi 1951

Tenglar

breyta