Opna aðalvalmynd

Jón Laxdal Halldórsson (fæddur 7. júní 1933, dáinn 15. maí 2005) var leikari og leikstjóri.

Jón Laxdal
Fædd(ur) 7. júní 1933(1933-06-07)
Ísafjörður, Ísland
Dáin(n) 15. maí 2005 (71 árs)
Kaiserstuhl, Sviss
Þjóðerni Íslenskur
Starf Leikari og leikstjóri
Börn 3
Foreldrar Halldór Friðgeir Sigurðsson
Svanfríður Albertsdóttir

Jón fæddist á Ísafirði. Hann var tólfta barn Halldórs Friðgeirs Sigurðssonar frá Arnardal og Svanfríðar Albertsdóttur frá Ísafirði. Hann lærði við leiklistarskóla Þjóðleikshússins og Max-Reinhardt-Seminar í Vín.

Jón Laxdal lék m.a. Garðar Hólm í Brekkukotsannál (1972) og bóndann Steinar í Paradísarheimt, sem báðar voru gerðar eftir skáldsögum Halldórs Laxness. Jón rak eigið leikhús í Kaiserstuhl í Sviss sín síðustu ár.

Árið 1980 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir leiklistarstörf af Vigdísi Finnbogadóttur.[1]

Árið 2001 komu út endurminningar hans, Lífið lék við mig, sem skráðar voru af Haraldi Jóhannssyni.[2]

HeimildirBreyta

TenglarBreyta