Jóhann Briem (19071991) var íslenskur listamaður.

Jóhann fæddist að Stóra Núpi í Gnúpverjahrepp. Fyrstu kennsluna í listnámi fékk hann fimmtán ára gamall. Síðar stundaði hann listnám hjá Jóni Jónssyni málara, bróður Ásgríms Jónssonar, Eyjólfi Eyfells og Ríkarði Jónssyni myndhöggvara í Reykjavík. Hann fór síðan til Þýskalands árið 1929 en þangað sóttu margir Íslendingar í listnám á þessum árum. Erlendur gjaldeyrir var eftirsóttur þar í landi og komust menn af á litlu. Jóhann var í Dresden til 1934, kvæntist þar fyrri konu sinni.

Hann sinnti ekki myndlistinni einvörðungu eftir að hann kom heim frá námi. Hann málaði á sumrin og stundaði kennslu á veturna. Meðal annars kenndi hann teikningu í 35 ár við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar.

Jóhann hélt sig alltaf við sama stílinn í list sinni. Manneskjan er oft í fyrirrúmi í verkum hans og einnig dýr. Myndir hans tengjast impressionisma og expressionisma. Túlkun hans var mjög persónuleg og varð einfaldari eftir því sem leið á listferil Jóhanns.

Heimildir

breyta