Gjaldeyrir [1] (og eldra gjaldpeningur) er hugtak sem núorðið er aðallega haft um erlendan gjaldmiðil, en var áður einnig haft um það sem greitt var með í viðskiptum (þ.e. peninga almennt eða ígildi þeirra). Íslendingar kaupa gjaldeyri með íslenskum krónum í samræmi við gengi hennar, þ.e. gildi krónunnar gagnvart hinni erlendu mynt.

Fyrirtæki og einstaklingar þurfa á gjaldeyri að halda til þess að kaupa erlent hráefni, eða einstaklingar til að geta ferðast í útlöndum (þ.e. farareyrir). Talað er um að innlend framleiðsla skapi gjaldeyri, eins og t.d. fiskvinnsla, landbúnaður og stóriðja hérlendis. Gjaldeyristekjur þjóðar verða þannig til að þjóðin flytur út hráefni eða hugvit, og fær greitt í þeim gjaldeyri sem um var samið, oft þeim sem notaður er í landi kaupandans. Spákaupmennska er algeng í tengslum við gjaldeyrisviðskipti.

Fyrr á öldum, áður en gjaldeyrisviðskipti tóku að tíðkast á Íslandi í jafn miklum mæli og þau eru stunduð núna, byggðist afkoma þjóðarinnar mikið til á vöruskiptum.

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls

Tenglar

breyta
   Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.