Fulham F.C.

(Endurbeint frá Fulham FC)

Fulham er knattspyrnulið í ensku meistaradeildinni og er frá Fulham í vestur-London. Félagið er það elsta í borginni til að keppa í knattspyrnu.

Fulham F.C.
Craven Cottage grandstand.jpg
Fullt nafn Fulham F.C.
Gælunafn/nöfn The Craven Cottage,
The Whites
Stytt nafn Fulham
Stofnað 1879
Leikvöllur Craven Cottage
Stærð 25,700
Stjórnarformaður Shahid Khan
Knattspyrnustjóri Scott Parker
Deild Enska úrvalsdeildin
2018-2019 19. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

NágrannaliðBreyta

Stuðningsmenn Fulham álíta Chelsea F.C. sinn helsta andstæðing en heimavellir félaganna eru í göngufjarlægð hvor frá öðrum. Viðureignir þeirra á milli voru fáar á seinni hluta 20. aldar eða þegar Fulham var í basli í neðri deildum Englands. Þegar liðið komst upp í úrvalsdeildina árið 2001 mættust þessi nágrannalið og má segja að þá hafi nágrannaerjurnar hafist fyrir alvöru. Heimavöllur Chelsea, Stamford Bridge, er staðsettur á Fulham Road. Þótt stuðningsmenn Fulham álíti Chelsea sína erkifjendur er ekki sömu sögu að segja frá áhangendum Chelsea. Þeir álíta Tottenham Hotspur, Arsenal, West Ham, Leeds, Millwall og æ meir Liverpool mikilvægari andstæðinga. Ástæður þessa eru ekki fullljósar, en mögulega skýrist það af því að þessi lið hafa oftar verið andstæðingar Chelsea FC í úrvalsdeildinni [heimild vantar]. Af öðrum nágrannaliðum Fulham má nefna QPR og Brentford. Fulham spilaði síðast við QPR á tímabilinu 2000-01 og við Brentford 1997-98. Þá má nefna knattspyrnuliðið Gillingham, en þeir eru enn taldir fjendur Fulham þrátt fyrir að liðin hafi ekki mæst á sama velli í nær 10 ár. Fulham og Gillingham hafa mæst í nokkrum mikilvægum leikjum í neðri deildum Englands, m.a. árið 1990 í Kent, þegar stuðningsmaður Fulham lét lífið í átökum við stuðningsmann mótherjanna.

Landsliðsleikmenn sem hafa spilað fyrir Fulham F.C.Breyta

Alsír
Argentína
Ástralía

Belgía

Kanada
Danmörk

,Lýðveldið Kongó

England
Finnland

Frakkland
Þýskaland
Gana
Holland
Ungverjaland
Ísland
Íran
Írland
Ítalía
Japan
Jamaíka
Marokkó
Nígería
Norður-Írland

Noregur
Pakistan
Filippseyjar
Portúgal
Rússland
Skotland
Senegal
Serbía
Suður Afríka
Suður Kórea
Svíþjóð
Sviss
Trínidad og Tóbagó
Bandaríkin
Úrúgvæ
Wales

Besti árangurBreyta