Borgarhlutar í London

(Endurbeint frá Hverfi í London)

Borgarhlutar í London eru 32 stjórnsýslueiningar á Stór-Lundúnasvæðinu.[1] Innri London er gerð úr tólf borgarhlutum auk Lundúnaborgar, en Ytri London er með hina tuttugu borgarhlutana. Borgarhlutunum er stjórnað af bæjarstjórnum sem eru kosnar til fjögurra ára. Þær eru raunverulegt stjórnvald sem sér um nærþjónustu eins og skóla, félagsþjónustu, sorphreinsun og vegi.

Borgarhlutakerfið var stofnað árið 1963 og tekið í notkun þann 1. apríl 1965 með stofnun Stór-Lundúnasvæðisins.

  1. Lundúnaborg
  2. Westminsterborg
  3. Kensington og Chelsea*
  4. Hammersmith og Fulham
  5. Wandsworth
  6. Lambeth
  7. Southwark
  8. Tower Hamlets
  9. Hackney
  10. Islington
  11. Camden
  12. Brent
  13. Ealing
  14. Hounslow
  15. Richmond
  16. Kingston*
  17. Merton
 
  1. Sutton
  2. Croydon
  3. Bromley
  4. Lewisham
  5. Greenwich
  6. Bexley
  7. Havering
  8. Barking og Dagenham
  9. Redbridge
  10. Newham
  11. Waltham Forest
  12. Haringey
  13. Enfield
  14. Barnet
  15. Harrow
  16. Hillingdon
†† ekki borgarhluti
* konunglegur borgarhluti


Tilvísanir

breyta
  1. „The essential guide to London local government“. London Councils. Sótt 20.1.2025.