Westminsterborg (enska: City of Westminster) er hverfi og borg í miðbæ London. Hún er vestan megin við Lundúnaborgina og norðan megin við Thames-ána, og er hluti innri London og inniheldur meginhlutan af Mið-London.

Westminsterborg á Stór-Lundúnasvæðinu.

Borgin inniheldur meirihluta West End-hverfisins í Lundúnum og er aðsetur ríkisstjórnar Bretlands, með Westminsterhöll, Buckinghamhöll, Whitehall og Konunglega dómsal réttlætisins.

Árið 2012 var mannfjöldi borgarinnar 223.858.

Umdæmi í Westminsterborg

breyta
   Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.