Hundrað ára einsemd
Hundrað ára einsemd (spænska: Cien años de soledad) er skáldsaga frá árinu 1967 eftir kólumbíska rithöfundinn Gabriel García Márquez. Bókin fjallar um sjö kynslóðir Búendía-fjölskyldunnar og um skáldaða bæinn Macondo, sem stofnaður er af fjölskylduföðurnum José Arcadio Búendía. Bókin er gjarnan nefnd meðal fremstu verka heimsbókmenntanna.[1][2][3][4]
Höfundur | Gabriel García Márquez |
---|---|
Upprunalegur titill | Cien años de soledad |
Þýðandi | Guðbergur Bergsson (1978) |
Land | Kólumbía |
Tungumál | Spænska |
Útgefandi | Editorial Sudamericana |
Útgáfudagur | 1967 |
Síður | 422 |
ISBN | ISBN 9789979535409 |
Töfraraunsæisstíll og umfjöllunarefni Hundrað ára einsemdar voru lýsandi fyrir gróskutímabil í rómansk-amerískum bókmenntum (sp. Boom latinoamericano) á sjöunda og áttunda áratugnum[5] þar sem ritstíll var undir áhrifum af evrópskum og norður-amerískum módernisma og af framúrstefnu (Vanguardia) í kúbverskum bókmenntum.
Bókin kom út í maí 1967 í Búenos Aíres í útgáfu Editorial Sudamericana og hefur síðan þá verið þýdd á 46 tungumál og seld í meira en fimmtíu milljónum eintaka.[6][7][8][9] Bókin, sem er almennt talin meistaraverk García Márquez, nýtur enn mikilla vinsælda og er talin eitt mikilvægasta verk rómanskra bókmennta og heimsbókmennta.[1][3]
Íslensk þýðing
breytaHundrað ára einsemd kom út í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar árið 1978.[10]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „The 50 Most Influential Books of All Time“. Open Education Database. 26. janúar 2010.
- ↑ „The Greatest Books“. thegreatestbooks.org.
- ↑ 3,0 3,1 Writers, Telegraph (23. júlí 2021). „The 100 greatest novels of all time“. The Telegraph.
- ↑ „100 must-read classic books, as chosen by our readers“. Penguin. 26. maí 2022.
- ↑ „One Hundred Years at Forty“ (desember 2007) The Walrus, Canada
- ↑ „Esto es lo que sabemos de la serie de 'Cien Años de Soledad' que producirá Netflix“. culturacolectiva.com. 29. september 2020.
- ↑ „The magician in his labyrinth“. The Economist. 6. september 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. september 2017. Sótt 16. apríl 2020.
- ↑ Bell-Villada, Gene H. (2002). Gabriel García Márquez's One Hundred Years of Solitude: A Casebook. Oxford University Press. ISBN 0-19-514455-4.
- ↑ One Hundred years of Solitude, by Gabriel García Márquez, 2003, Harper Collins: New York, ISBN 0-06-088328-6, eftirmáli: 'P.S. Insights, Interviews & More' pp. 2–12
- ↑ „Hundrað ára einsemd - Gabriel García Márquez“. RÚV. 13. júlí 2020. Sótt 18. apríl 2024.