Hundrað ára einsemd

Hundrað ára einsemd (spænska: Cien años de soledad) er skáldsaga frá árinu 1967 eftir kólumbíska rithöfundinn Gabriel García Márquez. Bókin fjallar um sjö kynslóðir Búendía-fjölskyldunnar og um skáldaða bæinn Macondo, sem stofnaður er af fjölskylduföðurnum José Arcadio Búendía. Bókin er gjarnan nefnd meðal fremstu verka heimsbókmenntanna.[1][2][3][4]

Hundrað ára einsemd
HöfundurGabriel García Márquez
Upprunalegur titillCien años de soledad
ÞýðandiGuðbergur Bergsson (1978)
LandFáni Kólumbíu Kólumbía
TungumálSpænska
ÚtgefandiEditorial Sudamericana
Útgáfudagur
1967
Síður422
ISBNISBN 9789979535409

Töfraraunsæisstíll og umfjöllunarefni Hundrað ára einsemdar voru lýsandi fyrir gróskutímabil í rómansk-amerískum bókmenntum (sp. Boom latinoamericano) á sjöunda og áttunda áratugnum[5] þar sem ritstíll var undir áhrifum af evrópskum og norður-amerískum módernisma og af framúrstefnu (Vanguardia) í kúbverskum bókmenntum.

Bókin kom út í maí 1967 í Búenos Aíres í útgáfu Editorial Sudamericana og hefur síðan þá verið þýdd á 46 tungumál og seld í meira en fimmtíu milljónum eintaka.[6][7][8][9] Bókin, sem er almennt talin meistaraverk García Márquez, nýtur enn mikilla vinsælda og er talin eitt mikilvægasta verk rómanskra bókmennta og heimsbókmennta.[1][3]

Íslensk þýðing

breyta

Hundrað ára einsemd kom út í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar árið 1978.[10]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „The 50 Most Influential Books of All Time“. Open Education Database. 26. janúar 2010.
  2. „The Greatest Books“. thegreatestbooks.org.
  3. 3,0 3,1 Writers, Telegraph (23. júlí 2021). „The 100 greatest novels of all time“. The Telegraph.
  4. „100 must-read classic books, as chosen by our readers“. Penguin. 26. maí 2022.
  5. „One Hundred Years at Forty“ (desember 2007) The Walrus, Canada
  6. „Esto es lo que sabemos de la serie de 'Cien Años de Soledad' que producirá Netflix“. culturacolectiva.com. 29. september 2020.
  7. „The magician in his labyrinth“. The Economist. 6. september 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. september 2017. Sótt 16. apríl 2020.
  8. Bell-Villada, Gene H. (2002). Gabriel García Márquez's One Hundred Years of Solitude: A Casebook. Oxford University Press. ISBN 0-19-514455-4.
  9. One Hundred years of Solitude, by Gabriel García Márquez, 2003, Harper Collins: New York, ISBN 0-06-088328-6, eftirmáli: 'P.S. Insights, Interviews & More' pp. 2–12
  10. „Hundrað ára einsemd - Gabriel García Márquez“. RÚV. 13. júlí 2020. Sótt 18. apríl 2024.
   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.