Húshumla
Húshumla (fræðiheiti: Bombus lucorum) er tegund af humlum, útbreidd og algeng um Evrópu. Fræðiheitið er víða notað yfir nauðalíkar og illaðgreinanlegar tegundir af humlum. Jafnvel svo að 1983, Scholl og Obrecht gerðu Bombus lucorum complex til að útskýra þrjár tegundir (B. lucorum, Bombus magnus, and Bombus cryptarum) sem eru illaðgreinanlegar í útliti.[1] Nýleg endurskoðun á öllum þessum tegundum hefur útskýrt hvernig útbreiðslan er í Evrópu og Norður Asíu, næstum yfir að Kyrrahafi.[2] B. lucorum nær að Barentshafi í norðri. Hinsvegar í suður Evrópu er hún hálendistegund með útbreiðslu sem nær aldrei alveg að Miðjarðarhafi.[3]
Húshumla | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
|
Í samanburði við aðrar humlutegundir eru húshumlur með styttri tungu sem hentar á blóm með grunnan botn eins og fífla og baldursbrár. Þær nota hana einnig til að ræna blómasafa úr blómum með dýpri blómbotn. Vinnubýin nota harða hornhulsu um tunguna til að gera holu í blómið, svo þær ná safanum án þess komast í snertingu við frjóin. Þar af leiðandi frjóvgar hún ekki blómið.
Hún er nýlegur landnemi á Íslandi.[4]
Ætt
breytaBombus lucorum tilheyrir ættkvísl hunangsflugna (Bombus) og undirættinni Bombus sensu stricto, sem telur fimm tegundir í Evrópu: B. terrestris, B. sporadicus, B. lucorum, B. magnus og B. cryptarum.[1] B. lucorum er skyldust B. terrestris, B. cryptarum, og B. magnus, með örfáum illgreinanlegum einkennum til að skilja þær í sundur.[5]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Waters, Joe; Darvill, Ben; Lye, Gillian C.; Goulson, Dave (1. febrúar 2011). „Niche differentiation of a cryptic bumblebee complex in the Western Isles of Scotland“. Insect Conservation and Diversity. 4 (1): 46–52. doi:10.1111/j.1752-4598.2010.00101.x. ISSN 1752-4598.
- ↑ P. H. Williams; og fleiri (2012). „Unveiling cryptic species of the bumblebee subgenus Bombus s. str. world-wide with COI barcodes“ (PDF). Systematics and Biodiversity. 10: 21–56. Sótt 30. maí 2012.
- ↑ Pierre Rasmont. „Bombus (Bombus) lucorum (Linnaeus, 1761)“. Université de Mons. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. september 2013. Sótt 2. janúar 2013.
- ↑ Húshumla Geymt 27 janúar 2018 í Wayback Machine Náttúrufræðistofnun Íslands
- ↑ Wolf, Stephan; Rohde, Mandy; Moritz, Robin F. A. (1. janúar 2010). „The reliability of morphological traits in the differentiation of Bombus terrestris and B. lucorum (Hymenoptera: Apidae)“. Apidologie. 41 (1): 45–53. doi:10.1051/apido/2009048. ISSN 0044-8435.