Hot Chip
Hot Chip er ensk rafpopp-hljómsveit sem var stofnuð árið 2000. Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur og er sú fjórða í bígerð.
Hot Chip | |
---|---|
Upplýsingar | |
Uppruni | London, Englandi |
Ár | 2000-núverandi |
Stefnur | Rafpopp |
Útgáfufyrirtæki | EMI |
Meðlimir | Alexis Taylor Joe Goddard Owen Clarke Felix Martin Al Doyle |
Saga
breytaHljómsveitin var stofnuð árið 2000 en þeir Alexis Taylor og Joe Goddard höfðu áður unnið saman. Árið 2003 skrifuðu þeir undir plötusamning við Moshi Moshi-útgáfufyrirtækið en áður hafði sveitin gefið út efni sitt sjálfstætt. Fyrsta platan, „Coming on Strong“, kom út ári seinna og hafist var handa við plötugerð að nýju. Þá skarst útgáfufyrirtækið DFA Records í leikinn og gáfu út fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar seint á árinu 2005.
Árið eftir, 2006, kom út önnur breiðskífa Hot Chip, „The Warning“. Nú var sveitin komin á samning hjá EMI á Stóra-Bretlandi og hlaut nokkra hylli almennings sem og gagnrýnenda. Platan var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna sama ár[1] og hlaut titilinn breiðskífa ársins hjá Mixmag. Tvö lög komust inn á Topp-40 vinsældalistann; „Over and Over“, sem vermdi sæti í mars 2006, og „And I was a Boy from School“, sem naut vinsælda í maí sama ár. Over and Over hlaut athygli fyrir tónlistarmyndbandið, sem var leikstýrt af Nima Nourivadeh, og var útnefnt sem besta smáskífa ársins 2006 af breska tónlistartímaritinu NME[2].
Hot Chip hefur komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Dour Festival, Glastonbury, Sónar, Benicassim, Electric Picnic, Bestival, Lovebox, Reading and Leeds Festivals, Summer Sundae festival, Big Day Out og Iceland Airwaves.
Nýjasta afurð hljómsveitarinnar, breiðskífan „Made in the Dark“, kom út í febrúar 2008 en upphaflega átti hún að koma út 2007. Tvö lög af plötunni komu út á MySpace[3] og það þriðja hefur einnig verið leikið á tónleikum.
Útgefið efni
breytaBreiðskífur
breyta- Coming on Strong - 24. maí, 2004
- The Warning - 22. maí, 2006 - #34 (Stóra-Bretland)
- Made in the Dark - 4. febrúar, 2008[4]
Stutt- og smáskífur
breyta- 2001 Mexico EP (CD)
- 2002 Sanfrandisco E-Pee (CD-R bara sem EP)
- 2003 Down With Prince (12" bara sem EP)
- 2004 „Hittin' Skittles/Back to the Future“ (7")
- 2004 „Playboy“ (7", 12" og CD)
- 2005 The Barbarian EP (12")
- 2006 „Over and Over“ #32 UK (lituð 7", 12" og ECD)
- 2006 „Boy from School“ #40 UK (2x lituð 7", 12" og ECD)
- 2006 „Colours“; komst ekki á vinsældalista á BretlandiD (2x7", 12" og CD)
- 2006 „Over and Over“ #27 UK (Ltd. 7" með veggspjaldi, 12", CD, ECD)
- 2007 Live Session (iTunes Exclusive) - EP (einungis í iTunes)
- 2007 „My Piano“ (12", niðurhal)
- 2007 „Shake a Fist“ (12")
Aðrar útgáfur
breyta- 2005 All Filler, No Killer! Einungis á tónleikaferðalagi (CD)
- 2006 Live at The Horseshoe, Toronto Einungis á tónleikaferðalagi (CD)
- 2006 Live at The Horseshoe, London Einungis á tónleikaferðalagi (3" CD)
- 2006 Mixture Einungis sem kynningarefni (CD)
- 2006 Mixture 2 Einungis sem kynningarefni (CD)
- 2006 Remixes & Rarities Einungis sem kynningarefni
- 2007 DJ-Kicks: Hot Chip Einungis sem kynningarefni (LP, CD)
- 2007 Rupert (CD)
Endurhljóðblandanir
breyta- 2004 „Biting Tongues“ eftir Faultline
- 2004 „Where I Belong“ eftir Sia
- 2004 „Take Your Mama Out“ eftir Scissor Sisters
- 2004 „Ladyflash“ eftir The Go! Team
- 2004 „Perspective“ eftir Kevin Mark Trail
- 2004 „TKO“ eftir Le Tigre
- 2005 „Bootprints“ eftir King Creosote
- 2005 „Destroy Everything You Touch“ eftir Ladytron
- 2005 „Do As You Please“ eftir Diefenbach
- 2005 „Do the Whirlwind“ eftir Architecture in Helsinki
- 2005 „Easy / Lucky / Free“ eftir Bright Eyes
- 2005 „Multiply“ eftir Jamie Lidell
- 2005 „Passer By“ eftir Mattafix
- 2005 „Roxxy“ eftir Brooks
- 2006 „Kids with Guns“ eftir Gorillaz
- 2006 „Kindling for the Master“ eftir Stephen Malkmus
- 2006 „Launch Yourself“ eftir Adem
- 2006 „Nothing's Going to Change Your Mind“ eftir Badly Drawn Boy
- 2006 „Rehab“ eftir Amy Winehouse af Rehab (Remixes) (EP)
- 2006 „Right Where You Are“ eftir Amp Fiddler
- 2006 „Slowly“ eftir Max Sedgley
- 2006 „Steppin Out“ eftir Lo-Fi-Fnk
- 2006 „Tendency“ eftir Battle
- 2006 „Tetanus Crisis“ eftir Dondolo
- 2006 „Walking Machine“ eftir Revl9n
- 2006 „Who Needs Actions When You Got Words“ eftir Plan B
- 2007 „In the Morning“ eftir Junior Boys af The Dead Horse EP
- 2007 „Gabriel Prokofiev String Quartet No. 2“ eftir The Elysian Quartet
- 2007 „Girls & Boys in Love“ eftir The Rumble Strips
- 2007 „La Forme/Aerodynamik“ eftir Kraftwerk
- 2007 „I'm Designer“ eftir Queens of the Stone Age
- 2007 „Let's Make Love and Listen to Death from Above“ eftir CSS
- 2007 „Must Be the Moon“ eftir !!! (chk, chk, chk)
- 2007 „No More Mornings“ eftir Spring Tides
- 2007 „Robot Man“ eftir The Aliens
- 2007 „Sing Songs Along“ eftir Tilly and the Wall
- 2007 „Don & Sherri“ eftir Matthew Dear
- 2007 „Woop Woop“ eftir The Chap
- 2007 „She's The One“ eftir Caribou
- 2007 „King's Cross“ eftir Tracey Thorn
- 2007 „Breakin' Up“ eftir Rilo Kiley
- 2008 „Raquel“ eftir Neon Neon
- 2008 „Drive Your Car“ eftir Grovesnor
Neðanmálsgreinar
breyta- ↑ „Mercury judges opt for eclectic shortlist“. Sótt 5. nóvember 2007.
- ↑ „Hot Chip named track of the year“. Sótt 5. nóvember 2007.
- ↑ „MySpace.com - Hot Chip - Melodramatic Popular Song / Neo-soul / 2-step“. Sótt 5. nóvember 2007.
- ↑ „Pitchfork: Hot Chip's New Album Made in the Dark“. Sótt 5. nóvember 2007.