Gorillaz
Gorillaz er hljómsveit skipuð teiknimyndapersónum en ýmsir tónlistarmenn hafa leikið fyrir sveitina. Hljómsveitin er samstarfsverkefni tónlistarmannsins Damon Albarn og myndasöguhöfundarins Jamie Hewlett sem hófst árið 1998. Hljómsveitarmeðlimir eru 2D (söngur, píanó), Murdoc Niccals (rafmagnsbassi), Noodle (gítar) og Russel Hobbs (trommur). Tónlistin er unnin af Damon Albarn í samstarfi við ýmsa aðra tónlistarmenn. Hljómsveitin hefur gefið út fimm breiðskífur: Gorillaz (2001), Demon Days (2005), Plastic Beach (2010), The Fall (2010) og Humanz (2017).
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Gorillaz.