Orrustan við Filippí
Orrustan við Filippí var lokaorrusta milli þrístjóraveldisins síðara (Marcusar Antoniusar Octavianusar og Marcusar Aemiliusar Lepidusar) annars vegar og hers morðingja Júlíusar Caesars hins vegar undir stjórn þeirra Marcusar Juniusar Brutusar og Gaiusar Cassiusar Longinusar. Orrustan var háð árið 42 f.Kr. við Filippí í Makedóníu. Henni lauk með sigri þrístjóraveldisins.
Þessi fornfræðigrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.