Hnokkmosar (fræðiheiti: Bryum) er ættkvísl baukmosa af Hnokkmosaætt . Hnokkmosar voru lengi vel stærsta ættkvísl mosa með yfir 1000 tegundir þangað til ættkvíslinni var skipt í þrennt árið 2005.[1] Frekari breytingar urðu á flokkun ættkvíslarinnar árið 2013 vegna rannsókna á þróun hnokkmosa sem byggðust á DNA-raðgreiningu.[2]

Hnokkmosar
Barðahnokki er einn hnokkmosanna sem vex á Íslandi.
Barðahnokki er einn hnokkmosanna sem vex á Íslandi.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plöntur (Plantae)
Fylking: Mosar (Bryophyta)
Flokkur: Hnokkmosaflokkur (Bryopsida)
Undirflokkur: Bryidae
Ættbálkur: Hnokkmosabálkur (Bryales)
Ætt: Hnokkmosaætt (Bryaceae)
Ættkvísl: Hnokkmosar (Bryum)

Lýsing

breyta

Hnokkmosar eru fjölættuð og formfræðilega fjölbreytt ættkvísl. Hnokkmosategundir hafa yfirleitt stutta, þykka og hringlaga stöngla.[3] Allar hnokkmosategundir hafa mjórri frumur á blaðjaðrinum. Greina má hnokkmosa á æxlunarkerfi þeirra, litbrigðum stöngulsins og blaða og á útliti blaðjaðarsins.[2]

Hnokkmosum var lýst sem ættkvísl af Johann Hedwig árið 1801 en nafnið var dregið af gríska orðinu yfir mosa.[4][3]

Grasafræðingurinn John R. Spence gaf út endurflokkun á ættinni árið 2005. Ættkvíslin Ptychostomum var aftur tekin í notkun og ættkvíslirnar Leptostomopsis og Plagiobryoides voru búnar til.[1] Seinna var ættkvíslunum Gemmabryum, Imbribryum og Rosulabryum bætt við hnokkmosaætt og Bryum-ækkvíslinni var þannig deilt niður enn frekar.[5]

Verndarstaða hnokkmosa

breyta

Verndarstaða sjö hnokkmosategunda hefur verið gefin út á Íslandi í válista plantna árið 1996 sem er enn í gildi.[6] Ylhnokki (B. sauteri), jarðhitakær planta sem finnst á einum stað á Íslandi, er settur í flokk tegunda í bráðri útrýmingarhættu (CR). Dverghnokki (B. vermigerum) og fjóluhnokki (B. violaceum) eru settir í hóp tegunda í útrýmingarhættu (EN) og smáhnokki (B. nitdulum) flokkast sem tegund í yfirvofandi hættu (VU). Fyrir tvær tegundir, skrauthnokka (B. muehlenbeckii) og vætluhnokka (B. bimum) voru ekki til næg gögn til að meta verndarstöðu þeirra og þeir fóru því í flokkinn gögn vantar (DD). Ein tegund, fláahnokki (B. longisetum) var settur í hóp tegunda í nokkurri hættu (LR) án frekari skýringa, sem er flokkunarstaða sem ekki venjulega gefin á válistum nú til dags. Staða fláahnokka er því ekki fyllilega ljós á Íslandi.[6]

Hnokkmosar á Íslandi

breyta
  1. Bryum acutiforme Limpr. — Roðahnokki
  2. Bryum algovicum C.Muell. — Hagahnokki
  3. Bryum archangelicum Bruch et Schimp. — Rindahnokki
  4. Bryum arcticum (R.Brown) Bruch et Schimp. — Heiðahnokki
  5. Bryum argenteum Hedw. — Silfurhnokki
  6. Bryum axel-blyttii Philib. — Peruhnokki
  7. Bryum barnesii Wood ex Shimp. — Eyjahnokki
  8. Bryum bicolor Dicks. — Götuhnokki
  9. Bryum bryoides (R.Brown) Aongstr. — Seytluhnokki
  10. Bryum caespiticium Hedw. — Skógahnokki
  11. Bryum calophyllum R.Brown — Sandhnokki
  12. Bryum capillare Hedw. — Skrúfhnokki
  13. Bryum creberrimum Tayl. — Deigluhnokki
  14. Bryum cryophilum Maort. — Jöklahnokki
  15. Bryum curvatum Kaur. et. H.Arn. — Giljahnokki
  16. Bryum elegans Brid. — Holtahnokki
  17. Bryum imbricatum Bruch et Schimp. — Barðahnokki
  18. Bryum intermedium (Brid.) Bland. — Hjallahnokki
  19. Bryum klinggraeffii Schimp. — Laugahnokki
  20. Bryum knowltonii Barnes — Pollahnokki
  21. Bryum laevifilum Syed — Þráðahnokki
  22. Bryum longisetum Schwaegr. — Fláahnokki
  23. Bryum marratii Wils. — Strandhnokki
  24. Bryum muehlenbeckii Bruch. et Schimp. — Skrauthnokki
  25. Bryum neodamense Itzigs. Ex Müll.Hal. — Fenjahnokki
  26. Bryum nitidulum Lindb. — Smáhnokki
  27. Bryum pallens (Brid.) Sw. — Sytruhnokki
  28. Bryum pallescens Schwaegr. — Gljúfrahnokki
  29. Bryum pseudotriquetrum (Hedw.) Gaertn.et al — Kelduhnokki
  30. Bryum purpurascens (R.Brown) Bruch et Schimp. — Fjallahnokki
  31. Bryum rutilans Brid. — Klettahnokki
  32. Bryum salinum Limpr. — Fjöruhnokki
  33. Bryum sauteri Bruch. et Schimp. — Ylhnokki
  34. Bryum schleicheri Lam. et Cand. — Lækjahnokki
  35. Bryum subapiculatum Hampe — Hverahnokki
  36. Bryum tenuisetum Limpr. — Gullhnokki
  37. Bryum vermigerum H.Arn. et C. Jens. — Dverghnokki
  38. Bryum violaceum Crundw. & Nyh. — Fjóluhnokki
  39. Bryum warneum (Röhl.) Brid. — Bakkahnokki
  40. Bryum weigelii Spreng. — Dýjahnokki

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 New genera and combinations in Bryaceae (Bryales, Musci) for North America, J. R. Spence, Phytologia 87: 15-28 (2005)
  2. 2,0 2,1 Genus Bryum, California Moss eFlora, Jepson eFlora for CA Vascular Plants, University Herbarium, University of California,
  3. 3,0 3,1 „Bryum in Flora of North America @ efloras.org“. www.efloras.org.
  4. Sp. Musc. Frond. 178, plate 42, figs. 8-12; plates 43, 44. 1801
  5. Spence, John R. (apríl 2007). „NOMENCLATURAL CHANGES IN THE BRYACEAE (BRYOPSIDA) FOR NORTH AMERICA II“ (PDF). Phytologia. 89 (1): 110–114. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6. mars 2021. Sótt 9. febrúar 2020.
  6. 6,0 6,1 Náttúrufræðistofnun Íslands (1996). Válisti 1: Plöntur. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.