Hlíðarvatn (Hnappadal)

Hlíðarvatn er stærsta stöðuvatn á Snæfellsnesi, en það liggur í Hnappadal norðan Gullborgarhrauns. Vatnið er 4,4 ferkílómetrar að stærð og 21 m þar sem það er dýpst. Úr Hlíðarvatni fellur hin þekkta laxveiði á Haffjarðará, en í sjálfu vatninu er góð silungsveiði. Árið 1964 var komið fyrir og gerð tilraun með á Hlíðarvatni, rekstur fljótandi sumarhótels. Þetta fljótandi Hótelið var smíðað í mynd víkingaskips að ytra útliti og nefnt Hótel Víkingur. Um borð í Hótel Víking bauðst fólki gisting, veitingar og veiðileyfi fyrir allt að fjórtán manns í einu og var hótelinu siglt um Hlíðarvatn til veiði á daginn. Hótel Víkingi var haldið úti í tvö sumur og hætti síðan starfsemi. Enn er þó veiddur silungur í Hlíðarvatni og fást veiðileyfi á nálægum bæjum.

Heimildir

breyta
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, H-K. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.