Hjálp:Námskeið/Textavinnsla

Inngangur   Breytingar   Textavinnsla   Tenglar   Heimildaskráning   Spjallsíður   Nokkur mikilvæg atriði   Skráning   Lokaorð    

Textamótun á Wikipediu notar svokallaða WYSIWYG nálgun (það sem þú sérð er það sem þú færð).

Feitletrun og skáletrun

breyta

Algengustu wikimerkin eru feitletrun og skáletrun. Allar stílbreytingar eru saman í einum fellilista sem lítur út eins og undirstrikað A.

lang=is

Á Wikipedia byrjar grein á titli greinarinnar og stuttri útskýringu um viðfangsefnið áður en farið er dýpra út í efni greinarinnar. Titill greinarinnar í upphafi hennar eru alltaf feitletruð. Til dæmis hefst greinin um Svein Björnsson þannig:

Sveinn Björnsson (27. febrúar 1881 í Kaupmannahöfn í Danmörku25. janúar 1952) var fyrsti forseti Íslands...

Skáletrun er gjarnan notuð þegar fyrir koma titlar bóka, kvikmynda, hljómplatna eða tölvuleikja. Ef greinin fjallar um slíkt efni þá ætti heitið að vera bæði feit- og skáletrað þegar það kemur fyrst fyrir.

Frekari upplýsingar um stílviðmið og viðeigandi notkun feit- og skáletrunar er að finna í handbókinni.

Fyrirsagnir og undirfyrirsagnir

breyta

Fyrirsagnir og undirfyrirsagnir eru til þess gerðar að skipuleggja texta greinar og skipta honum í rökréttar einingar. Ef þú sérð grein þar sem fjallað er um aðgreind málefni í nokkrum málsgreinum þá getur þú sett inn fyrirsögn eða undirfyrirsögn til þess að kaflaskipta greininni og gera hana læsilegri.

Fyrirsagnir eru búnar til með því að smella á fellilistann "málsgrein".

Fyrir hvern undirkafla er notuð minni stærð texta í fyrirsögninni í hvert sinn. Þannig nota efstu kaflarnir almenna "fyrirsagna" stílviðmiðið og undirflokkar þeirra nota "undirflokkur 1". Undirflokkar undirflokkana nota síðan stílviðmið með sífellt hækkandi tölum. Það á semsagt að færa sig smám saman niður fellilistann eftir því hversu margir undirflokkar eru yfir þeim sem þú bætir við.

Ef það eru a.m.k. fjórar fyrirsagnir í grein þá býr vefurinn sjálfkrafa til efnisyfirlit. Prófaðu nú að búa til fyrirsögn í sandkassa þessarar síðu. Fyrirsögnin bætist sjálfkrafa við efnisyfirlit síðunnar að því gefnu að þrjár aðrar fyrirsagnir séu til staðar.

Sjá „að byrja nýja síðu“ eða svindlsíðuna varðandi breytingar á síðum.
Prófaðu þig áfram í sandkassanum.


Næst skulum við læra um Wikipediatengla