Hjálp:Námskeið/Skráning

Inngangur   Breytingar   Textavinnsla   Tenglar   Heimildaskráning   Spjallsíður   Nokkur mikilvæg atriði   Skráning   Lokaorð    

Það er ekki skylda að skrá notandanafn en við mælum með því. Það er ókeypis og þú þarft ekki að gefa upp neinar persónuupplýsingar frekar en þú vilt.

Allir geta lagt sitt af mörkum til Wikipediu hvort sem þeir kjósa að skrá sig með notandanafn eða ekki en það eru nokkrir kostir sem fylgja notandanafni sem vert er að benda á:

  • Með því að skrá notandanafn opnast ýmsir auka möguleikar — þar á meðal fleiri breytingatól og stillingar varðandi útlit síðunnar og fleira. Þú getur einnig sett síður sem þú vilt fylgjast sérstaklega vel með á vaktlista og jafnframt opnast sá möguleiki að færa og endurnefna síður. (Aldrei reyna að færa síðu með því að afrita bara innihaldið á milli. Með því ruglast breytingaskráin og uppruni textans gæti glatast. Ef þú treystir þér ekki til þess að færa síðu sjálf(ur) eða hefur ekki aðgang að möguleikanum, þá skalt þú biðja um aðstoð í Pottinum.)
  • Óskráður notandi er kenndur við vistfang sitt í breytingaskrám og þegar hann undirritar athugasemdir á spjallsíðum. Vistfangið segir ýmislegt um þig þannig að ef þér er það á móti skapi að það sé öllum sýnilegt þá ættir þú að skrá notandanafn til þess að passa betur upp á þínar persónuupplýsingar. Algengt er einnig að vistföng breytist oft sem gerir þér erfitt fyrir að byggja upp orðstír sem notandi á Wikipediu og gerir samskipti við aðra notendur erfið og ruglingsleg. Með því að gerast skráður notandi læra líka aðrir notendur að þekkja þig og treysta betur breytingum þínum og athugasemdum í umræðu heldur en ef hið sama væri ritað af óskráðum notanda.
  • Sumar síður eru verndaðar gegn breytingum óskráðra notenda og nýrra notenda. Notendur sem hafa verið skráðir í fjóra daga og hafa gert tíu breytingar eru sjálfkrafa staðfestir og mega þá breyta langflestum síðum á Wikipediu.
  • Aðeins skráðir notendur eiga möguleika á því að verða möppudýr.

Notaðu minnisstætt notandanafn og lykilorð ef þú skráir þig. Ef þú ert vís til þess að gleyma lykilorðum þá skaltu gefa upp netfang líka þannig að þú getir fengið sent nýtt lykilorð í tölvupósti.


Hvernig skrái ég mig?

breyta

Þú getur smellt á tengilinn hér fyrir ofan eða á Nýskrá/Innskrá tenglana sem eru alltaf í efra hægra horninu. Veldu þér notandanafn af skynsemi; þú getur ekki auðveldega breytt því eftir á. Ógnandi, særandi og dónaleg notendanöfn eru bönnuð og sömuleiðis nöfn sem reyna að líkja eftir öðrum notendum.


Bindum endahnútinn á þetta með lokaorðum og tillögum um næstu skref