Hjálp:Að færa síðu
Stundum er nauðsynlegt að færa síðu á Wikipediu. Það gæti einfaldlega verið út af innsláttar- eða stafsetningarvillu i nafni hennar, vegna þess að búa þarf til aðgreiningarsíðu eða vegna þess að annað nafn þykir heppilegra vegna nafnavenja varðandi greinar. Hver svo sem ástæðan kann að vera, þá er mikilvægt að rétt sé farið að við að færa síðuna. Ekki er nóg að búa bara til nýja síðu undir réttu heiti og afrita efni hennar þangað. Ef það er gert þá tapast mögulega breytingaskrá síðunnar sem gerir það ómögulegt að rekja uppruna textans á henni, en það er nauðsynlegt að það sé hægt vegna höfundaréttar.
Rétt aðferð er að nota þá leið sem hugbúnaður síðunnar býður upp á og þú hefur aðgang að ef þú ert staðfestur notandi. Fáeinar síður eru þó verndaðar þannig að einungis möppudýr geta fært þær. Þú getur beið um aðstoð í Pottinum ef þú getur ekki fært síðu sjálf(ur) eða treystir þér ekki til þess.
Athugaðu það að flutningur á síðu er stór breyting þannig að ef einhver ástæða er til að ætla það að aðgerðin geti verið umdeild þá ættir þú fyrt að hefja umræðu um málið á spjallsíðu síðunnar.
Svona færir þú síðu
breyta- Farðu á síðuna sem til stendur að færa. Smelltu á „Færa“ tengilinn sem þú finnur í fellilista vinstra megin við leitarkassann uppi í hægra horninu (að því gefnu að þú sért að nota sjálfgefið útlit vefsins). Þar þarftu að skrifa nýtt nafn síðunnar og velja hvort að spjallsíðan eigi að fylgja með (ef hún er til staðar) og gefa upp ástæðu fyrir flutningi síðunnar í þar til gerðan reit. Sjálfgefið er að færa spjallsíðuna samhliða flutningi síðunnar og við flestar aðstæður ætti ekki að breyta því.
- Fyrir framan nýtt nafn síðunnar er fellilisti yfir nafnarými þar sem þú getur flutt síðuna á annað nafnarými. Það á sjaldan við og aldrei þegar greinar eru færðar þannig að oftast er þessi möguleiki ósnertur. Aðstæður þar sem þetta kemur að gagni eru til dæmis þegar notandi er búinn að vinna drög að grein á sínu eigin notandasvæði og færir hana svo yfir á réttan titil í aðalnafnarými.
- Þegar allt er til reiðu getur þú smellt á „Færa síðu“ og ef allt gengur að óskum þá færist síðan undir það nafn sem þú valdir og fyrra nafnið breytist í tilvísun sem bendir á nýja nafnið. Tilvísanir sem bentu á gamla nafnið leiða hins vegar ekki sjálfkrafa á nýja nafnið og slíkar tvöfaldar tilvísanir þarf að lagfæra. Möppudýr hafa þann valmöguleika að færa síður án þess að skilja eftir tilvísun þegar það á við.
- Hafi allt gengið að óskum þá færðu upp meldinguna: „Gamla“ hefur verið færð á „Nýja“
- Eftir flutning ættir þú að fara aftur á gamla nafnið sem nú er tilvísun og opna „Hvað tengist hingað“ sem er í verkfærunum í hliðarstikunni vinstra megin á síðunni. Það sýnir alla tengingar við gamla nafnið. Þú getur valið að „fela tengla“ sem þýðir að aðeins tilvísanir á gamla nafnið standa eftir. Mikilvægt er að breyta þeim og láta þær benda á nýja nafnið sem fyrst vegna þess að tvöfaldar tilvísanir virka ekki. Það er ekki jafn mikilvægt að lagfæra tengla á öðrum síðum sem tengja í gamla nafnið en það er vel þegið ef þú gerir þú gerir það samt.
- Venjan er að titill greinar sé feitletraður þar sem hann kemur fyrst fyrir þannig að mögulega þarf að breyta orðalagi í inngangi greinar eftir flutning. Ef margmiðlunarefni sem ekki hefur verið gefið út undir frjálsu afnotaleyfi er notað í greininni, þá gæti einnig þurft að breyta lýsingu á viðkomandi skrám vegna þess að notkun slíks efnis þarf að rökstyðja í hverju tilfelli fyrir sig og sá rökstuðningur þarf að benda á samhengi notkunarinnar í réttri grein.