IP-tala

(Endurbeint frá Vistfang)

IP-tala (frá Internet Protocol sem merkir netsamskiptareglur) er tala sem tölvur fá þegar þær tengjast við netið. Talan gegnir tveimur hlutverkum: Til að netþjónar viti hver það er sem sé að tengjast, og til að þeir viti hvert þeir eigi svo að senda upplýsingarnar.

Fjórða útgáfa IP samskiptareglunnar (IPv4) var sú fyrsta til að ná útbreiðslu og er talan þá 32-bita stór. Dæmi um þannig tölu: 91.198.174.225 og er hægt að skilgreina rétt yfir 4 milljarða mismunandi vistfanga með IPv4 (232 = 4.294.967.296).

Sjötta útgáfa IP samskiptareglunnar (IPv6) er 128-bita stór og dæmi um þannig tölu: 2001:0db8:0000:0000:0AA3:0000:1428:57ab. Með henni er hægt að skilgreina 2128 vistföng (um 340 milljarðar milljarðar milljarðar milljarða). Byrjað var að úthluta IPv6 tölum í kringum 2005 og hafa þær enn ekki náð það mikilli útbreiðslu.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.