Hilaríus

mannsnafn

Hilaríus er íslenskt karlmannsnafn sem er nú er aflagt og náðu í raun aldrei fótfestu í íslensku máli.[1]

Hilaríus ♂
Fallbeyging
NefnifallHilaríus
ÞolfallHilaríus
ÞágufallHilaríusi
EignarfallHilaríusar
Notkun núlifandi¹
Fyrsta eiginnafn 0
Seinni eiginnöfn 2
¹Heimild: þjóðskrá júní 2023
Listi yfir íslensk mannanöfn

Orðsifjar

breyta

Nafnið Hilaríus kemur úr latneska lýsingarorðinu hilaris ("glaður").[1]

Sérnafnið Hilaríus varð skírnarnafn á Íslandi á um 18. öld og í manntali sem gert var árið 1801 voru aðeins tveir svo nefndir; sá eldri Hilaríus Illugason (þá 66 ára) fyrrverandi prestur á Stóra-Mosfelli í Árnessýslu og sá yngri var tveggja ára sveinn í Flatey í Barðarstrandarsýslu, sonur séra Eyjólfs Kolbeinssonar. Eyjólfur hafði verið í fóstri hjá séra Hilaríusi og nefndi hann son sinn í höfuð fóstra sínum. Þótt að nafnið hafi staðið höllum fæti á Íslandi farnaðist því ágætlega á Ísafirði en árið 1910 voru á landinu fimm svo nefndir- þar af fjórir Ísfirðingar.[1]

Nafnið deyr út þegar líður fram á 20. öld.

Heimildir

breyta
  • „Mannanafnaskrá“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. nóvember 2006. Sótt 10. nóvember 2005.
  • Þjóðskrá Íslands, nóvember 2005.
  • „Orðabók Háskólans“. Sótt 2. júní 2007.
  1. 1,0 1,1 1,2 8http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=600264 Nöfn Barðstrendinga 1703-1845 OG að nokkru leyti fyrr og síðar]