Heinz Edelstein
Heinz Edelstein (1902-1959) var þýskur sellóleikari sem starfaði í Freiburg í Þýskalandi uns hann settist að á Íslandi 1936 og gerðist sellóleikari í Hljómsveit Reykjavíkur. Hann kenndi sellóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík á árunum 1937-1951 og stofnaði Barnamúsikskólann (síðar Tónmenntaskóli Reykjavíkur) og var skólastjóri hans fram til ársins 1956. Heinz var starfandi við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá stofnun hennar árið 1950 og fram til 1956. Árið 1957 sneri hann aftur til Vestur-Þýskalands og andaðist þar tveimur árum síðar.
Ýtarefni
breyta- Árni Heimir Ingólfsson. Tónar útlaganna. Þrír landflótta tónlistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf. Hið íslenska bókmenntafélag, 2024