Hjörtur Howser

íslenskur hljómborðsleikari, kennari og leiðsögumaður (1961-2023)

Hjörtur Howser (f. 30. júní, 1961, d. 24. apríl 2023) var íslenskur hljómborðsleikari, kennari og leiðsögumaður. Hann lék með ýmsum hljómsveitum eins og Grafík, Kátum piltum og Vinir Dóra. Einnig lék hann um tíma með Mezzoforte og Fræbbblunum. Auk þess var hann um árabil undirleikari og tónlistarstjóri hjá Þórhalli „Ladda“ Sigurðssyni.

Hjörtur lærði á píanó í einkatímum áður en hann hélt til framhaldsnáms í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Í Kaliforníu lærði hann kvikmyndatónsmíðar og útsetningar en raftónsmíðar í Stokkhólmi. Hjörtur hefur samið tónlist við fjölda heimildarmynda og sjónvarpsþætti á borð við Heilsubælið í Gervahverfi (1987), Pappírspésa (1988), Leyndarmál vísindanna (2013) og Töfrahetjurnar (2014).

Hjörtur kenndi frá árinu 2000 byrjendum og lengra komnum á hljómborð hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar og byggði „Hljómborðsnámskeið fyrir byrjendur“ á sínu eigin námi og reynslu. Árið 2009 gaf hann út nótna-/kennslubók í samvinnu við Námsflokka Hafnarfjarðar og H-tóna. Á vegum sömu aðila kom út kennsluheftið Harmonikka fyrir byrjendur árið 2011 og boðið var upp á samnefnt námskeið í fyrsta sinn.

Hjörtur varð bráðkvaddur við Gullfoss þar sem hann var við störf sem leiðsögumaður, 24. apríl 2023.[1]

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Guðnason, Kristinn Haukur (25. apríl 2023). „Hjörtur How­ser er látinn - Vísir“. visir.is. Sótt 26. apríl 2023.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.