Íslenska sjónvarpsfélagið
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Íslenska Sjónvarpsfélagið var stofnað 5 nóvember árið 1986 og var félagið eitt fyrsta dreifingarfyrirtæki landsins á sviði vhs myndbanda dreifingar undir vörumerkjunum IFM & FM Video Dreifing. IFM gaf út og dreifði kvikmyndunum Black Moon Rising, House, Transylvania 65000, The Zero Boys, Indecent Obsession, Mountbatten, Silk, Final Justice og mörgum fleirum á sínu fyrsta starfsári. Þá rak félagið Toppmynd á Austurströnd, Nóatúni, Grensásvegi og í Álfheimum.
Stofnandi félagsins var Hólmgeir Baldursson. Árið 1997 hóf félagið undirbúning að stofnun fyrstu opnu og endurgjaldslausu sjónvarpsstöðvar landsins, Skjár 1 og tók undirbúningur um rúmt ár þar til stöðin hóf sjónvarpsútsendingar 16 október 1998. Árið 2003 hóf félagið DVD kvikmyndadreifingu á Englandi & Írlandi í samstarfi við SONY DADC undir vörumerkinu Video International og stóð starfsemin yfir til ársins 2009, en á þeim sex árum sem starfsemin stóð yfir dreifði Sony yfir 380 titlum undir merkjum VI sem þá snéri sér að VOD markaði í Evrópu. VI var með aðsetur í Digital Depot í Dublin sem er ætluð frumkvöðlafyrirtækjum auk þess að vinna að innleiðingu stafrænnar sjónvarpsmiðlunnar í samstarfi við Sony Dadc frá Austurríki í gegn um Playstation 2 leikjatölvur um breiðband. Þá var VI með skrifstofu í Alicante á Spáni til að sinna VOD kúnnum sínum í Evrópu til ársins 2010 er starfsemin var lögð niður.
Árið 2010 stofnaði félagið Stöð 1 sem sendi út sjónvarpsdagskrá um netið í nóvember 2011 og á IPTV dreifikerfum Símans & Vodafone áður en útsendingum var hætt rúmlega 16 mánuðum síðar.
Á tímum Covid ákvað félagið að endurræsa Skjá 1 í s.k. cdn streymi og bjóða landsmönnum sem var all flestir heima í sóttkví fríar kvikmyndasýningar og hófust útsendingar um páskana 2020 og stóðu til áramóta það ár.[1] Um 48.000 manns nýttu sér beint línulegt streymi stöðvarinnar. Í Nóvember 2021 stofnaði félagið Filmflex VOD streymisveitu sem sérhæfði sig í klassískum kvikmyndum og starfaði streymisleigan fram til haustsins 2022 og var henni lokað vegna óvæginnar samkeppni við erlendar streymisleigur sem þurftu ekki að lúta íslenskum fjölmiðlalögum varðandi talsetningar og íslenska textun kvikmyndaefnis.
19 október 2023 setti félagið Skjá 1 svo aftur í loftið um cdn dreifingu og er stöðin línuleg með kvikmyndasýningar klukkan 5,7,9 & 11 alla daga.