Heilbrigðisvísindi
Heilbrigðisvísindi eru vísindagreinar sem rannsaka heilsu og heilsugæslu. Rannsóknir í heilbrigðisvísindum eiga margt sameiginlegt með rannsóknum í raunvísindum og félagsvísindum.
Dæmi um heilbrigðisvísindagreinar eru hjúkrunarfræði, lyfjafræði, læknisfræði, svæfingalækningar, skurðlækningar, geðlækningar, tannlækningar, dýralækningar, fæðingarlækningar, kvensjúkdómafræði, barnalækningar, lýðheilsufræði, faraldursfræði, klínísk sálfræði, geislafræði og næringarfræði.