Lýðheilsufræði
Lýðheilsufræði eru fræði sem fjalla um áhrifaþætti lýðheilsu, þ.e. þeirra vísinda, fræða og aðgerða sem miða að því að fyrirbyggja sjúkdóma, lengja líf og auka lífsgæði fólks. Lýðheilsufræðum er oft skipt í faraldsfræði, lífmælingar og heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir á áhrifum umhverfis, samfélags, áhrifaþáttum heilsutengdrar hegðunar og atvinnuumhverfis eru mikilvægir undirþættir lýðheilsufræða.
Háskólinn í Reykjavík var fyrstur íslenskra háskóla til að taka upp nám í Lýðheilsufræði. Í dag eru lýðheilsufræði kennd við þrjá íslenska háskóla.